Belgískt undrabarn hættir í háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 06:15 Laurent Simons var aðeins níu ára gamall þegar hann hóf nám við Eindhoven háskólann í Hollandi. instagram Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“ Belgía Holland Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“
Belgía Holland Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira