Tiger vann sinn leik en bandaríska liðið er 4-1 undir í Forsetabikarnum: „Þetta er ekki búið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 08:15 Tiger Woods og Fred Couples voru áhyggjufullir á blaðamannafundi eftir fyrsta daginn. Getty/Darrian Traynor Alþjóðlega liðið er komið í 4-1 eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en keppnin hófst í Ástralíu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í heil fjórtán ár þar sem alþjóðlega liðið tekur forystuna í Forsetabikarnum en bandaríska liðið hefur unnið þennan bikar allar götur síðan á síðustu öld. Fyrir tveimur árum vann alþjóðlega liðið aðeins tvo leiki í allri keppninni en þeir hafa þegar unnið tvisvar sinnum fleiri leik í ár og það þótt aðeins sé búinn fyrsti dagur af fjórum. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og tók þátt í fjórleiknum á fyrsta degi. Tiger lék með Justin Thomas og þeir unnu þá Joaquín Niemann og Marc Leishman í alþjóðlega liðinu með sannfærandi hætti. Tiger fékk fugl á fyrstu tveimur holunum og bandaríska tvíeykið var yfir allan tímann. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn þegar þrjár holur voru eftir en þá voru Tiger Woods og Justin Thomas fjórum höggum yfir. The #USTeam may have had a slow start, but Captain @TigerWoods and his team have their eyes set on the remaining 25 points up for grabs. pic.twitter.com/pANezC2QLx— Presidents Cup (@PresidentsCup) December 12, 2019 Vandræðin voru öll hjá lærisveinum Tigers því allir hinir kylfingarnir í bandaríska liðunu voru í vandræðum og bandaríska liðið tapaði öllum hinum fjórum fjórleikjunum. Það er aðeins búið að keppa um 5 stig af 30 og það er því enn nóg eftir í keppninni sem er sýnd beint á Stöð 2 Golf. „Við þurfum að fara út á völl og vinna fyrir bikarnum. Þetta er ekki búið og það er nóg eftir enn. Þetta er löng vika,“ sagði Tiger Woods sem er ekki búinn að gefast upp. 12 af 24 bestu kylfingum heims eru í liði Bandaríkjanna og þar eru því nóg af hæfileikum til þess að snúa þessu við. Það fylgir samt sögunni að lið sem hefur komist þremur yfir eftir fyrsta dag hefur aldrei tapað í sögu Forsetabikarsins og reyndar ekki í sögu Ryder-bikarsins heldur.Fjórleikir fimmtudagsins í Forsetabikarnum Niemann/Leishman 4 & 3 Woods/Thomas Im/Hadwin 1 yfir Cantlay/Schauffele An/Scott 2 & 1 Finau/DeChambeau Pan/Matsuyama 1 yfir Reed/Simpson Oosthuizen/Ancer 4 & 3 Woodland/JohnsonStaðan: Alþjóðlega liðið 4-1 Bandaríkin Keppnin í dag hefst á miðnætti á Stöð 2 Golf. Í dag verður keppt í fjórmenningi. Golf Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Alþjóðlega liðið er komið í 4-1 eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en keppnin hófst í Ástralíu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í heil fjórtán ár þar sem alþjóðlega liðið tekur forystuna í Forsetabikarnum en bandaríska liðið hefur unnið þennan bikar allar götur síðan á síðustu öld. Fyrir tveimur árum vann alþjóðlega liðið aðeins tvo leiki í allri keppninni en þeir hafa þegar unnið tvisvar sinnum fleiri leik í ár og það þótt aðeins sé búinn fyrsti dagur af fjórum. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og tók þátt í fjórleiknum á fyrsta degi. Tiger lék með Justin Thomas og þeir unnu þá Joaquín Niemann og Marc Leishman í alþjóðlega liðinu með sannfærandi hætti. Tiger fékk fugl á fyrstu tveimur holunum og bandaríska tvíeykið var yfir allan tímann. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn þegar þrjár holur voru eftir en þá voru Tiger Woods og Justin Thomas fjórum höggum yfir. The #USTeam may have had a slow start, but Captain @TigerWoods and his team have their eyes set on the remaining 25 points up for grabs. pic.twitter.com/pANezC2QLx— Presidents Cup (@PresidentsCup) December 12, 2019 Vandræðin voru öll hjá lærisveinum Tigers því allir hinir kylfingarnir í bandaríska liðunu voru í vandræðum og bandaríska liðið tapaði öllum hinum fjórum fjórleikjunum. Það er aðeins búið að keppa um 5 stig af 30 og það er því enn nóg eftir í keppninni sem er sýnd beint á Stöð 2 Golf. „Við þurfum að fara út á völl og vinna fyrir bikarnum. Þetta er ekki búið og það er nóg eftir enn. Þetta er löng vika,“ sagði Tiger Woods sem er ekki búinn að gefast upp. 12 af 24 bestu kylfingum heims eru í liði Bandaríkjanna og þar eru því nóg af hæfileikum til þess að snúa þessu við. Það fylgir samt sögunni að lið sem hefur komist þremur yfir eftir fyrsta dag hefur aldrei tapað í sögu Forsetabikarsins og reyndar ekki í sögu Ryder-bikarsins heldur.Fjórleikir fimmtudagsins í Forsetabikarnum Niemann/Leishman 4 & 3 Woods/Thomas Im/Hadwin 1 yfir Cantlay/Schauffele An/Scott 2 & 1 Finau/DeChambeau Pan/Matsuyama 1 yfir Reed/Simpson Oosthuizen/Ancer 4 & 3 Woodland/JohnsonStaðan: Alþjóðlega liðið 4-1 Bandaríkin Keppnin í dag hefst á miðnætti á Stöð 2 Golf. Í dag verður keppt í fjórmenningi.
Golf Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira