Lífið

Nota alla sína krafta í atriðin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dansarar í Allir geta dansað æfa stíft fyrir þetta verkefni,
Dansarar í Allir geta dansað æfa stíft fyrir þetta verkefni, Myndir/Marínó Flóvent

Þriðji þátturinn af Allir geta dansað verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld strax að loknum kvöldfréttum og Íslandi í dag. Dansararnir leggja allir mikinn metnað í æfingaferlið og æfa nú stíft fyrir næsta þátt. Þau nota alla sína krafta í atriðin og slasaðist Vilborg Arna til dæmis við að æfa lyftur fyrir síðasta þátt. Hún dansar nú með rifinn magavöðva

Haffi Haff og Sophie Louise munu dansa Quickstep og Eyjó og Telma Rut ætla að dansa Salsa. Veigar Páll og Ástrós munu dansa Foxtrott og Jón Viðar og Malín Agla ætla að tækla Rubmuna. Solla og Daði Freyr dansa Jive en Vilborg Arna og Javi dansa Tangó. Regína Ósk og Max dansa Vínarvals, Manuela Ósk og Jón Eyþór dansa Paso Doble og Vala Eiríks og Sigurður Már dansa Sömbu.

Dansarar ætla að taka sín spor við lög frá Lady Gaga, Ragga Bjarna, The Weeknd, Michael Jackson og fleiri tónlistarmönnum. Á meðan við teljum niður í þáttinn á morgun má hér skoða myndir frá síðasta þætti. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Marínó Flóvent.

Vísir/M. Flóvent
Vísir/M. Flóvent
M.Flóvent

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×