Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 15:37 Innan í dönsku herflugvélinni sem ferjar fólkið norður í land. @hjalparsveitskataikopavogi Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira