Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:52 Stjórnendum Samherja á Íslandi á að hafa verið haldið úti í kuldanum þegar kom að ERF 1980. Vísir/SigurjónÓ Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45
Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15