Enski boltinn

Sagði Ljung­berg heppinn og spurði hvar löngunin og hungrið hjá Arsenal væri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Freddie ræðir við sína menn í leikslok.
Freddie ræðir við sína menn í leikslok. vísir/getty

Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal og nú spekingur BT Sports, var ekki hrifinn af leik Arsenal gegn Standard Liege í Evrópudeildinni í gær en lokatölur urðu 2-2.

Arsenal lenti 2-0 undir en skoraði tvívegis á síðustu tólf mínútunum til þess að bjarga stigi í leiknum í gær. Bukayo Saka lagði upp fyrra markið og skoraði það síðar.

„Einn hlutur sem þú þarft þegar þú ert þjálfari er heppni og Freddie Ljungberg var mjög heppinn í kvöld,“ sagði Martin Keown. „Leikurinn breyttist þegar Martinelli kom af bekknum á 69. mínútu. Ungur leikmaður með vilja og vinnusemi sem þú hefur ætlast til af eldri leikmönnunum.“







„Ég sá þær fyrirmyndir ekki í liðinu. Hann kom inn á og breytti leiknum. Eldri leikmennirnir tóku sér langan tíma í að koma sér upp á það stig hjá Arsenal.“

Svíinn Ljungberg gerði margar breytingar á Arsenal-liðinu frá því í leiknum á mánudagskvöldið og breytti þar á meðal um leikkerfi.

„Ég held að Freddie Ljungberg hefði átt að gera þetta einfalt. Hann hefði átt að halda sig við fjögurra manna vörn og nánast sama lið og hann spilaði með á mánudagskvöldið.“

„Sem ungur stjóri hefði mér ekki dottið það í hug að fara í þriggja manna vörn. Ég væri ekki viss um að ég skildi kerfið nægilega vel.“

„Hann gerði of margar breytingar. Við þurfum að fá aftur löngunina og hungrið frá leikmönnunum. Og á meðan Freddie er við stjórnvölinn þá á hann að reyna koma þessu inn hjá Arsenal.“

„Ég var svo ósáttur með löngunina og hungrið,“ sagði fyrrum Arsenal maðurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×