Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 86-106 | Sjötti sigur Stjörnumanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2019 21:00 Kyle Johnson skoraði 30 stig. Vísir/Daníel Stjarnan vann Hauka, 86-106, þegar liðin mættust í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsta deildartap Hauka á heimavelli í vetur og þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Stjarnan hefur hins vegar unnið sex leiki í röð og lítur virkilega vel út um þessar mundir. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega sveiflukenndur. Haukar voru miklu sterkari í 1. leikhluta og unnu hann 33-22. Stjarnan valtaði hins vegar yfir Haukaum í 2. leikhlutanum sem þeir unnu, 35-12. Stjörnuvörnin var mjög ólík sjálfri sér í 1. leikhluta og Haukar skoruðu að vild. Flenard Whitfield var sérstaklega öflugur og skoraði ellefu stig. Sjö leikmenn Hauka komust á blað í 1. leikhluta. Í 2. leikhluta snerist dæmið hins vegar við. Stjörnumenn lokuðu vörninni og í sókninni fór Kyle Johnson á kostum. Hann skoraði 21 af 35 stigum gestanna í 2. leikhluta sem var nánast fullkominn af þeirra hálfu. Haukar voru hins vegar glórulausir, bæði í vörn og sókn. Kári Jónsson og Emil Barja náðu sér engan veginn á strik og Whitfield sat alltof lengi á bekknum. Stjarnan var tólf stigum yfir í hálfleik, 45-57. Þrátt fyrir það var Nikolas Tomsick aðeins með eitt stig og skotnýting Stjörnunnar fyrir utan þriggja stiga línuna aðeins 23%, eins og hjá Haukum. Heimamenn hittu vel fyrir utan í upphafi seinni hálfleiks. Vörn þeirra lagaðist þó lítið og því gekk þeim illa að nálgast gestina. Til að gera langa sögu stutta náðu Haukar aldrei neinu almennilegu áhlaupi og Stjarnan landaði nokkuð þægilegum sigri, 86-106.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar voru slakir í 1. leikhluta en náðu sér svo heldur betur á strik í 2. leikhluta. Þar gekk nánast allt upp hjá þeim og þeir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Í seinni hálfleik stýrðu Stjörnumenn leiknum og Haukar náðu aldrei að minnka muninn í minna en tíu stig. Stjarnan var sterkari inni í teig þar sem liðið skoraði 56 stig gegn 46 stigum Hauka. Þá unnu gestirnir frákastabaráttuna örugglega, 36-48.Hverjir stóðu upp úr? Johnson héldu engin bönd í 2. leikhluta þar sem hann skoraði og skoraði. Hann endaði með 30 stig og var stigahæstur Garðbæinga. Ægir var frábær og Haukar réðu ekkert við hann þegar hann keyrði upp að körfunni. Tomsick hafði hægt um sig í stigaskorun í fyrri hálfleik en skoraði 18 stig í þeim seinni. Hann gaf einnig níu stoðsendingar. Hlynur Bæringsson stóð fyrir sínu og var með átta stig, 13 fráköst og fjórar stoðsendingar. Whitfield bar af í liði Hauka. Hann skoraði 30 stig og tók tólf fráköst.Hvað gekk illa? Annar leikhluti var martröð líkastur hjá Haukum. Vörnin var hriplek og sóknin stirð. Kári náði sér engan veginn á strik, Emil var með alltof marga tapaða bolta, Haukur Óskarsson gerði ekkert og Gerald Robinson fór í felur eftir að hafa byrjað leikinn vel.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga einn leik eftir fyrir jólafrí. Á miðvikudaginn sækja Haukar Val heim. Degi síðar mætir Stjarnan nýliðum Fjölnis í Garðabænum. Martin var ósáttur við varnarleik Hauka í kvöld.vísir/daníel Martin: Erum ekki tilbúnir að keppa við topplið eins og Stjörnuna Israel Martin, þjálfari Hauka, var vonsvikinn eftir tapið fyrir Stjörnunni á heimavelli í kvöld. „Stjarnan setti í annan gír í 2. leikhluta. Við réðum ekki við bakverðina þeirra. Þeir eru með þrjá leikmenn sem geta keyrt upp að körfunni. Við gátum ekki stöðvað þá,“ sagði Martin eftir leikinn. Stjarnan var tólf stigum yfir í hálfleik, 45-57, og það bil náðu Haukar ekki að brúa. „Við erum ekki tilbúnir að keppa við topplið eins og Stjörnuna. Það er augljóst,“ sagði Martin sem var ósáttur við varnarleik Hauka í leiknum. „Við fengum á okkur 106 stig á heimavelli. Við verðum að vinna í varnarleiknum. Við skoruðum 86 stig og ég hef ekki áhyggjur af sóknarleiknum en við verðum að efla vörnina.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað tveimur leikjum í röð hefur Martin ekki áhyggjur af gangi mála. „Ég hef ekki áhyggjur af töpunum. Ég hugsa meira um að við bætum okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum. Arnar var sáttur í leikslok.vísir/daníel Arnar: Var skíthræddur þar til fjórar mínútur voru eftir Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður eftir sjötta sigurinn í röð. Hann segir Stjörnumenn þó enn geta bætt ýmislegt. „Haukarnir byrjuðu af krafti en við vorum líka of langt frá mönnunum okkar í vörninni,“ sagði Arnar eftir leik. Stjarnan var ellefu stigum undir eftir 1. leikhluta, 33-22, en vann 2. leikhlutann, 35-12. „Við náðum góðu áhlaupi og sérstaklega Kyle Johnson. Við skoruðum nánast í hverri sókn,“ sagði Arnar. Hann sagðist aldrei hafa verið í rónni í seinni hálfleik þótt Stjarnan væri með gott forskot. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og sluppum svolítið með skrekkinn. Við töpuðum alltof mörgum boltum í seinni hálfleik. Ég var skíthræddur þar til fjórar mínútur voru eftir,“ sagði Arnar. Dominos-deild karla
Stjarnan vann Hauka, 86-106, þegar liðin mættust í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsta deildartap Hauka á heimavelli í vetur og þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Stjarnan hefur hins vegar unnið sex leiki í röð og lítur virkilega vel út um þessar mundir. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega sveiflukenndur. Haukar voru miklu sterkari í 1. leikhluta og unnu hann 33-22. Stjarnan valtaði hins vegar yfir Haukaum í 2. leikhlutanum sem þeir unnu, 35-12. Stjörnuvörnin var mjög ólík sjálfri sér í 1. leikhluta og Haukar skoruðu að vild. Flenard Whitfield var sérstaklega öflugur og skoraði ellefu stig. Sjö leikmenn Hauka komust á blað í 1. leikhluta. Í 2. leikhluta snerist dæmið hins vegar við. Stjörnumenn lokuðu vörninni og í sókninni fór Kyle Johnson á kostum. Hann skoraði 21 af 35 stigum gestanna í 2. leikhluta sem var nánast fullkominn af þeirra hálfu. Haukar voru hins vegar glórulausir, bæði í vörn og sókn. Kári Jónsson og Emil Barja náðu sér engan veginn á strik og Whitfield sat alltof lengi á bekknum. Stjarnan var tólf stigum yfir í hálfleik, 45-57. Þrátt fyrir það var Nikolas Tomsick aðeins með eitt stig og skotnýting Stjörnunnar fyrir utan þriggja stiga línuna aðeins 23%, eins og hjá Haukum. Heimamenn hittu vel fyrir utan í upphafi seinni hálfleiks. Vörn þeirra lagaðist þó lítið og því gekk þeim illa að nálgast gestina. Til að gera langa sögu stutta náðu Haukar aldrei neinu almennilegu áhlaupi og Stjarnan landaði nokkuð þægilegum sigri, 86-106.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar voru slakir í 1. leikhluta en náðu sér svo heldur betur á strik í 2. leikhluta. Þar gekk nánast allt upp hjá þeim og þeir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Í seinni hálfleik stýrðu Stjörnumenn leiknum og Haukar náðu aldrei að minnka muninn í minna en tíu stig. Stjarnan var sterkari inni í teig þar sem liðið skoraði 56 stig gegn 46 stigum Hauka. Þá unnu gestirnir frákastabaráttuna örugglega, 36-48.Hverjir stóðu upp úr? Johnson héldu engin bönd í 2. leikhluta þar sem hann skoraði og skoraði. Hann endaði með 30 stig og var stigahæstur Garðbæinga. Ægir var frábær og Haukar réðu ekkert við hann þegar hann keyrði upp að körfunni. Tomsick hafði hægt um sig í stigaskorun í fyrri hálfleik en skoraði 18 stig í þeim seinni. Hann gaf einnig níu stoðsendingar. Hlynur Bæringsson stóð fyrir sínu og var með átta stig, 13 fráköst og fjórar stoðsendingar. Whitfield bar af í liði Hauka. Hann skoraði 30 stig og tók tólf fráköst.Hvað gekk illa? Annar leikhluti var martröð líkastur hjá Haukum. Vörnin var hriplek og sóknin stirð. Kári náði sér engan veginn á strik, Emil var með alltof marga tapaða bolta, Haukur Óskarsson gerði ekkert og Gerald Robinson fór í felur eftir að hafa byrjað leikinn vel.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga einn leik eftir fyrir jólafrí. Á miðvikudaginn sækja Haukar Val heim. Degi síðar mætir Stjarnan nýliðum Fjölnis í Garðabænum. Martin var ósáttur við varnarleik Hauka í kvöld.vísir/daníel Martin: Erum ekki tilbúnir að keppa við topplið eins og Stjörnuna Israel Martin, þjálfari Hauka, var vonsvikinn eftir tapið fyrir Stjörnunni á heimavelli í kvöld. „Stjarnan setti í annan gír í 2. leikhluta. Við réðum ekki við bakverðina þeirra. Þeir eru með þrjá leikmenn sem geta keyrt upp að körfunni. Við gátum ekki stöðvað þá,“ sagði Martin eftir leikinn. Stjarnan var tólf stigum yfir í hálfleik, 45-57, og það bil náðu Haukar ekki að brúa. „Við erum ekki tilbúnir að keppa við topplið eins og Stjörnuna. Það er augljóst,“ sagði Martin sem var ósáttur við varnarleik Hauka í leiknum. „Við fengum á okkur 106 stig á heimavelli. Við verðum að vinna í varnarleiknum. Við skoruðum 86 stig og ég hef ekki áhyggjur af sóknarleiknum en við verðum að efla vörnina.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað tveimur leikjum í röð hefur Martin ekki áhyggjur af gangi mála. „Ég hef ekki áhyggjur af töpunum. Ég hugsa meira um að við bætum okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum. Arnar var sáttur í leikslok.vísir/daníel Arnar: Var skíthræddur þar til fjórar mínútur voru eftir Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður eftir sjötta sigurinn í röð. Hann segir Stjörnumenn þó enn geta bætt ýmislegt. „Haukarnir byrjuðu af krafti en við vorum líka of langt frá mönnunum okkar í vörninni,“ sagði Arnar eftir leik. Stjarnan var ellefu stigum undir eftir 1. leikhluta, 33-22, en vann 2. leikhlutann, 35-12. „Við náðum góðu áhlaupi og sérstaklega Kyle Johnson. Við skoruðum nánast í hverri sókn,“ sagði Arnar. Hann sagðist aldrei hafa verið í rónni í seinni hálfleik þótt Stjarnan væri með gott forskot. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og sluppum svolítið með skrekkinn. Við töpuðum alltof mörgum boltum í seinni hálfleik. Ég var skíthræddur þar til fjórar mínútur voru eftir,“ sagði Arnar.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum