Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 100-94 Þór Ak. | Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram Gabríel Sighvatsson skrifar 13. desember 2019 21:45 Sigtryggur Arnar Björnsson. Vísir/Bára Grindvíkingar og Þórsarar höfðu unnið góða sigra í deild og bikar að undanförnu eftir erfiða byrjun þegar liðin mættust suður með sjó í kvöld. 1. leikhluti var nokkuð jafn og voru liðin svolítið að þreifa á hvoru öðru. Þór var yfir eftir 1. leikhluta. Í 2. leikhluta varð mikil breyting og vörn Grindavíkur steig upp. Þeir náðu frábærum 14-0 kafla og unnu 2. leikhlutann samtals 34-19. Í seinni hálfleik reyndu Þórsarar að koma með nokkur áhlaup en tókst ekki að ógna forystu Grindavíkur að nokkru ráði. Grindavík vinnur þar með sinn 3. sigur í röð í deild á meðan gott tækifæri fór forgörðum hjá Þór eftir sigur í siðasta leik, lokatölur 100-94.Af hverju vann Grindavík?Lokatölur gefa í raun ekki rétta mynd af leiknum en Grindavík var með mikla yfirburði, sérstaklega í 2. og 3. leikhluta. Ekki var aftur snúið í loka leikhlutanum og heimamenn sigldu þessu nokkuð þægilega í höfn.Hvað gekk illa?Varnarleikur Grindavíkur var ekki góður í byrjun leiks og þeir leyfðu sér svolítið að slaka á undir lok leiks líka. Þó að Þórsliðið hafi verið áræðið í byrjun leiks þá fór sóknarleikurinn fljótlega að hiksta og þeir náðu ekki að halda í við Grindvíkingana.Hverjir stóðu upp úr?Þrír menn komust í 20 stig í kvöld, Ingvi Þór Guðmundsson, Jamal K Olasawere og Sigtryggur Arnar Björnsson. Samtals áttu þeir líka 18 fráköst. Hjá Þór var Hansel Suarez öflugur með 17 stig og 10 stoðsendingar. Jamal Marcel Palmer var stigahæstur af gestunum með 18 stig.Hvað gerist næst?Grindavík fær erfitt verkefni þegar þeir heimsækja Stólana og freista þess að ná í sinn 4. sigur í röð. Þórsarar misstu af góðu tækifæri í kvöld og síðasti leikur þeirra fyrir frí er gegn sterku liði KR. Daníel Guðni: Þurfum að taka okkur í gegnDaníel Guðni Guðmundsson var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir að hafa unnið gegn Þór Akureyri. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með frammistöðuna.“ „Burtséð frá því á móti hverjum við erum að spila þá vill maður sjá frammistöðu sem á að vera á pari og þar sem við erum að bæta okkur eitthvað. Ég er ekki nægilega ánægður en auðvitað sáttur með 2 stig.“ Daníel sagði að hann hefði verið mest ósáttur við varnarleikinn í dag. „Einbeitingarleysi, sérstaklega varnarlega og samskiptaleysi oft á tíðum. Ég get ekki sagt mikið um sóknina, við skorum alveg 100 stig og það var kannski ekki vandamál að sækja á körfuna og ná í stig.“ „Varnarlega, samskiptalega og láta taka af okkur fráköst, þetta er svona mental dæmi sem við þurfum bara að gera miklu betur í.“ Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en Daníel var sáttur með hvernig liðið kom til leiks í 2. leikhluta. „Ég var ánægður með kafla í leiknum, en við þurfum að ná betri frammistöðu yfir lengri tíma í leik ef við ætlum að bæta okkur eitthvað. Við þurfum að taka okkur í gegn,“ „Við gerðum smá aðlaganir varnarlega og fengum aðeins meiri ákefð upp þar. Þeir hittu náttúrulega mjög vel í 1. leikhluta og eru með hörkulið, það tekur það enginn af þeim.“ Þetta er 3. sigur Grindavíkur í röð í deildinni en kemur sá 4. næstu helgi? „Það væri óskandi. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná úrslitum fyrir norðan og óskandi tekst það.“ Lárus: Getum ekki verið hrokafullir sem nýliðarLárus Jónsson, þjálfari Þórs, var að sjálfsögðu fúll með tapið en gat ekki sagt að um vonbrigði sé að ræða. „Leikurinn byrjaði þannig að bæði liðin voru bara að þreifa á hvoru öðru. Hann var svolítið upp og niður og það var auðvelt að skora fyrir bæði liðin.“ sagði Lárus en hlutirnir breyttust fljótt í 2. leikhluta. „Mér fannst Grindavík ná að herða vörnina á meðan við gerðum það ekki. Þeir skoruðu 61 stig í fyrri hálfleik og þeir skópu sigurinn þar fannst mér. Við spiluðum aðeins betri vörn í seinni hálfleik en þá fannst mér vanta meiri áræðni í sókninni og láta boltann ganga aðeins betur, þá hefðum við átt meiri séns.“ Þórsarar byrjuðu leikinn ágætlega en um leið og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur var lítið sem Þórsarar gátu gert. „Við hefðum eiginlega getað sleppt því að spila 1. leikhlutann, liðin að þreifa á hvoru öðru og leikmennirnir aðeins að mæla hvorn annan út.“ „Svo fór Grindavík á flug í 2. leikhluta og við náum aldrei að brúa bilið. Við fengum tvisvar í leiknum sénsa á að ná einhverju áhlaupi en mér fannst við einhvern veginn aldrei ná að vinna leikinn á okkar band.“ „Sigur fyrir Grindavík, ég held að það hafi verið sanngjarnt í kvöld, hvort sem það var með 6 eða 10 stigum. Þeir voru að leiða þennan leik eiginlega allan tímann með 10-15 stigum.“ Þór vann sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og því var gott tækifæri fyrir þá til að byggja ofan á það í kvöld en það tókst ekki. „Auðvitað ætluðum við okkur sigur í kvöld og maður vill aldrei tapa en við getum ekki verið svo hrokafullir sem nýliðar að segja að við ætlum að koma til Grindavíkur og hirða sigur.“ „Við verðum að líta á leikinn í heildinni og hvað við getum bætt og ég held að það sé hellingur,“ Dominos-deild karla
Grindvíkingar og Þórsarar höfðu unnið góða sigra í deild og bikar að undanförnu eftir erfiða byrjun þegar liðin mættust suður með sjó í kvöld. 1. leikhluti var nokkuð jafn og voru liðin svolítið að þreifa á hvoru öðru. Þór var yfir eftir 1. leikhluta. Í 2. leikhluta varð mikil breyting og vörn Grindavíkur steig upp. Þeir náðu frábærum 14-0 kafla og unnu 2. leikhlutann samtals 34-19. Í seinni hálfleik reyndu Þórsarar að koma með nokkur áhlaup en tókst ekki að ógna forystu Grindavíkur að nokkru ráði. Grindavík vinnur þar með sinn 3. sigur í röð í deild á meðan gott tækifæri fór forgörðum hjá Þór eftir sigur í siðasta leik, lokatölur 100-94.Af hverju vann Grindavík?Lokatölur gefa í raun ekki rétta mynd af leiknum en Grindavík var með mikla yfirburði, sérstaklega í 2. og 3. leikhluta. Ekki var aftur snúið í loka leikhlutanum og heimamenn sigldu þessu nokkuð þægilega í höfn.Hvað gekk illa?Varnarleikur Grindavíkur var ekki góður í byrjun leiks og þeir leyfðu sér svolítið að slaka á undir lok leiks líka. Þó að Þórsliðið hafi verið áræðið í byrjun leiks þá fór sóknarleikurinn fljótlega að hiksta og þeir náðu ekki að halda í við Grindvíkingana.Hverjir stóðu upp úr?Þrír menn komust í 20 stig í kvöld, Ingvi Þór Guðmundsson, Jamal K Olasawere og Sigtryggur Arnar Björnsson. Samtals áttu þeir líka 18 fráköst. Hjá Þór var Hansel Suarez öflugur með 17 stig og 10 stoðsendingar. Jamal Marcel Palmer var stigahæstur af gestunum með 18 stig.Hvað gerist næst?Grindavík fær erfitt verkefni þegar þeir heimsækja Stólana og freista þess að ná í sinn 4. sigur í röð. Þórsarar misstu af góðu tækifæri í kvöld og síðasti leikur þeirra fyrir frí er gegn sterku liði KR. Daníel Guðni: Þurfum að taka okkur í gegnDaníel Guðni Guðmundsson var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir að hafa unnið gegn Þór Akureyri. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með frammistöðuna.“ „Burtséð frá því á móti hverjum við erum að spila þá vill maður sjá frammistöðu sem á að vera á pari og þar sem við erum að bæta okkur eitthvað. Ég er ekki nægilega ánægður en auðvitað sáttur með 2 stig.“ Daníel sagði að hann hefði verið mest ósáttur við varnarleikinn í dag. „Einbeitingarleysi, sérstaklega varnarlega og samskiptaleysi oft á tíðum. Ég get ekki sagt mikið um sóknina, við skorum alveg 100 stig og það var kannski ekki vandamál að sækja á körfuna og ná í stig.“ „Varnarlega, samskiptalega og láta taka af okkur fráköst, þetta er svona mental dæmi sem við þurfum bara að gera miklu betur í.“ Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en Daníel var sáttur með hvernig liðið kom til leiks í 2. leikhluta. „Ég var ánægður með kafla í leiknum, en við þurfum að ná betri frammistöðu yfir lengri tíma í leik ef við ætlum að bæta okkur eitthvað. Við þurfum að taka okkur í gegn,“ „Við gerðum smá aðlaganir varnarlega og fengum aðeins meiri ákefð upp þar. Þeir hittu náttúrulega mjög vel í 1. leikhluta og eru með hörkulið, það tekur það enginn af þeim.“ Þetta er 3. sigur Grindavíkur í röð í deildinni en kemur sá 4. næstu helgi? „Það væri óskandi. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná úrslitum fyrir norðan og óskandi tekst það.“ Lárus: Getum ekki verið hrokafullir sem nýliðarLárus Jónsson, þjálfari Þórs, var að sjálfsögðu fúll með tapið en gat ekki sagt að um vonbrigði sé að ræða. „Leikurinn byrjaði þannig að bæði liðin voru bara að þreifa á hvoru öðru. Hann var svolítið upp og niður og það var auðvelt að skora fyrir bæði liðin.“ sagði Lárus en hlutirnir breyttust fljótt í 2. leikhluta. „Mér fannst Grindavík ná að herða vörnina á meðan við gerðum það ekki. Þeir skoruðu 61 stig í fyrri hálfleik og þeir skópu sigurinn þar fannst mér. Við spiluðum aðeins betri vörn í seinni hálfleik en þá fannst mér vanta meiri áræðni í sókninni og láta boltann ganga aðeins betur, þá hefðum við átt meiri séns.“ Þórsarar byrjuðu leikinn ágætlega en um leið og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur var lítið sem Þórsarar gátu gert. „Við hefðum eiginlega getað sleppt því að spila 1. leikhlutann, liðin að þreifa á hvoru öðru og leikmennirnir aðeins að mæla hvorn annan út.“ „Svo fór Grindavík á flug í 2. leikhluta og við náum aldrei að brúa bilið. Við fengum tvisvar í leiknum sénsa á að ná einhverju áhlaupi en mér fannst við einhvern veginn aldrei ná að vinna leikinn á okkar band.“ „Sigur fyrir Grindavík, ég held að það hafi verið sanngjarnt í kvöld, hvort sem það var með 6 eða 10 stigum. Þeir voru að leiða þennan leik eiginlega allan tímann með 10-15 stigum.“ Þór vann sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og því var gott tækifæri fyrir þá til að byggja ofan á það í kvöld en það tókst ekki. „Auðvitað ætluðum við okkur sigur í kvöld og maður vill aldrei tapa en við getum ekki verið svo hrokafullir sem nýliðar að segja að við ætlum að koma til Grindavíkur og hirða sigur.“ „Við verðum að líta á leikinn í heildinni og hvað við getum bætt og ég held að það sé hellingur,“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum