Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sent Boris Johnson, formanni breska íhaldsflokksins sérstaka vinarkveðju á Twitter í tilefni kosningasigurs þess síðarnefnda í gær. Með fylgir mynd þar sem þeir vinirnir takast í hendur.
„Hjartanlegar hamingjuóskir til vinar míns,“ segir Guðlaugur Þór á Twittersíðu sinni og merkir Boris Johnson, eða taggar eins og það heitir.
Guðlaugur Þór segir Ísland og Bretlandseyjar í ævarandi vináttusambandi, samherja í blíðu og stríðu.
„Og mér er það sérstakt tilhlökkunarefni að þróa og styrkja það sérstaka vinarsamband á þeim spennandi tímum sem framundan eru.
Heartfelt congratulations to my friend @BorisJohnson on the historic #ConservativeParty victory. #Iceland and the #UK remain longstanding friends and allies and I look forward to developing our relationship further during the exciting times ahead. pic.twitter.com/LZH0Wsoar0
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 13, 2019