Fundu lík í Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:56 Vísir Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir jafnframt að aðstandendur Leifs hafi verið upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Rétt fyrir klukkan 15 var lögreglan svo upplýst um það að björgunaraðilar væru búnir að ná líkinu upp úr ánni. Var það flutt til Akureyrar með þyrlu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún vilji þakka öllum viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði. Leitað hafði verið að Leif Magnus frá því á miðvikudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið í ána. Allt tiltækt lið var sent á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Leif Magnus féll í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Hundruð manna komu að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar þótt þær hafi verið skárri í dag en í gær. Mikill krapi er þó í ánni og var til að mynda ekki fyrirhugað að leita með köfurum í ánni sjálfri í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði. Þyrla gæslunnar var hins vegar notuð til að leita úr lofti auk nokkurra dróna.Fréttin hefur verið uppfærð. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir jafnframt að aðstandendur Leifs hafi verið upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Rétt fyrir klukkan 15 var lögreglan svo upplýst um það að björgunaraðilar væru búnir að ná líkinu upp úr ánni. Var það flutt til Akureyrar með þyrlu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún vilji þakka öllum viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði. Leitað hafði verið að Leif Magnus frá því á miðvikudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið í ána. Allt tiltækt lið var sent á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Leif Magnus féll í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Hundruð manna komu að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar þótt þær hafi verið skárri í dag en í gær. Mikill krapi er þó í ánni og var til að mynda ekki fyrirhugað að leita með köfurum í ánni sjálfri í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði. Þyrla gæslunnar var hins vegar notuð til að leita úr lofti auk nokkurra dróna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59