Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu Tómas Ellert Tómasson skrifar 14. desember 2019 08:00 Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun