Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu Tómas Ellert Tómasson skrifar 14. desember 2019 08:00 Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun