Erlent

21 árs kona lést í eldgosinu

Sylvía Hall skrifar
Faðir og systir Krystal eru alvarlega slösuð eftir eldgosið.
Faðir og systir Krystal eru alvarlega slösuð eftir eldgosið. Facebook

Lögregluyfirvöld hafa nafngreint hina 21 árs gömlu Krystal Eve Browitt sem eitt fórnarlamba eldgossins á Hvítueyju. Krystal, sem var áströlsk, var á ferðalagi um eyjuna með fjölskyldu sinni þegar gosið varð.

Á vef BBC kemur fram að faðir Krystal og systir hennar liggi nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi eftir eldgosið. Fimmtán dauðsföll hafa verið staðfest og um það bil tuttugu manns liggja á gjörgæsludeild með alvarleg brunasár.

Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra



Þetta er fyrsta dauðsfallið sem staðfest er af yfirvöldum eftir eldgosið en ættingjar annarra hafa þó birt nöfn margra þeirra sem létust í gosinu opinberlega. 47 manns voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og var 23 bjargað af eyjunni.

Meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands voru sendir á eyjuna til þess að sækja lík þeirra sem létust. Sex lík fundust á eyjunni í gær og voru kafarar sendir til þess að leita að tveimur líkum nærri eyjunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×