al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 14:49 Al-Bashir við dómsuppkvaðninguna. epa/ MORWAN ALI Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði við dómssalinn að samkvæmt súdönskum lögum gæti fólk eldra en 70 ára ekki setið í fangelsi. Bashir er 75 ára gamall. Bashir er einnig ákærður fyrir valdaránið 1989 sem hann tók þátt í og færði hann til valda, auk þess að eiga aðild að morðum á mótmælendum áður en hann var hrakinn frá völdum í apríl síðastliðnum. Þegar verið var að kveða upp dóminn stóðu stuðningsmenn hans fyrir inni í dómssalnum og kölluðu að dómshöldin væru pólitísk. Þeim var vísað út úr dómshúsinu en þar stóðu þeir og héldu áfram að kyrja: „Það er enginn guð nema Guð.“ Stuðningsmenn Bashir fyrir utan dómshúsið.epa/ MORWAN ALI Ekki er ljóst hvort réttað verði yfir Bashir vegna víðtækra mannréttindabrota á meðan á valdatíð hans stóð, þar á meðal stríðsglæpa í Darfur. Spillingarmálið var tengt við 25 milljóna dala greiðslu í reiðufé, sem samsvarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna, sem Bashir fékk greiddar frá Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Bashir hélt því fram að greiðslurnar hafi verið vegna hernaðarsambandi Súdan við Sádi-Arabíu og að peningarnir hafi ekki verið vegna sérhagsmuna prinsins heldur hafi verið gjöf. Eftir dómsuppkvaðninguna sagði einn lögmaður forsetans fyrrverandi, Ahmed Ibrahim, í samtali við fréttastofu AFP að dómnum yrði áfrýjað. Mohamed al-Hassan, annar lögmaður Bashir, sagði áður að verjendur horfðu ekki á dómshöldin sem lagaleg heldur pólitísk. Al-Bashir er ákærður fyrir ýmis brot í Súdan en hann á einnig yfir höfði sér dómsmál fyrir Stríðsglæpadómstólnum.epa/MORWAN ALI Ekkert dómsmálanna sem eru nú í gangi gegn Bashir í Súdan eru tengd ákærum á hendur honum fyrir Alþjóðlega Stríðsglæpadómstólnum þar sem hann er ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ákæruliðirnir eru tengdir átökunum sem brutust út í Darfur árið 2003. Sameinuðu Þjóðirnar segja að þrjú hundruð þúsund manns hafi dáið og 2,5 milljónir manna þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Eftir að Bashir var hrakinn frá völdum í apríl kröfðust saksóknarar við Stríðsglæpadómstólinn þess að yfir honum yrði réttað vegna Darfur drápanna. Súdönsku herstjórarnir sem tóku völd eftir að Bashir var hrakinn frá neituðu upphaflega að vinna með dómstólnum en súdanska regnhlífamótmælahreyfingin, sem nú fer með stóran hluta framkvæmdaráðs landsins, sagði nýlega að líklegt væri að hann yrði sendur út til að vera við réttarhöldin. Saksóknarar í Súdan hafa einnig ákært hann fyrir að eiga þátt í morðum á mótmælendum sem létust í mótmælum áður en Bashir var hrakinn frá völdum. Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði við dómssalinn að samkvæmt súdönskum lögum gæti fólk eldra en 70 ára ekki setið í fangelsi. Bashir er 75 ára gamall. Bashir er einnig ákærður fyrir valdaránið 1989 sem hann tók þátt í og færði hann til valda, auk þess að eiga aðild að morðum á mótmælendum áður en hann var hrakinn frá völdum í apríl síðastliðnum. Þegar verið var að kveða upp dóminn stóðu stuðningsmenn hans fyrir inni í dómssalnum og kölluðu að dómshöldin væru pólitísk. Þeim var vísað út úr dómshúsinu en þar stóðu þeir og héldu áfram að kyrja: „Það er enginn guð nema Guð.“ Stuðningsmenn Bashir fyrir utan dómshúsið.epa/ MORWAN ALI Ekki er ljóst hvort réttað verði yfir Bashir vegna víðtækra mannréttindabrota á meðan á valdatíð hans stóð, þar á meðal stríðsglæpa í Darfur. Spillingarmálið var tengt við 25 milljóna dala greiðslu í reiðufé, sem samsvarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna, sem Bashir fékk greiddar frá Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Bashir hélt því fram að greiðslurnar hafi verið vegna hernaðarsambandi Súdan við Sádi-Arabíu og að peningarnir hafi ekki verið vegna sérhagsmuna prinsins heldur hafi verið gjöf. Eftir dómsuppkvaðninguna sagði einn lögmaður forsetans fyrrverandi, Ahmed Ibrahim, í samtali við fréttastofu AFP að dómnum yrði áfrýjað. Mohamed al-Hassan, annar lögmaður Bashir, sagði áður að verjendur horfðu ekki á dómshöldin sem lagaleg heldur pólitísk. Al-Bashir er ákærður fyrir ýmis brot í Súdan en hann á einnig yfir höfði sér dómsmál fyrir Stríðsglæpadómstólnum.epa/MORWAN ALI Ekkert dómsmálanna sem eru nú í gangi gegn Bashir í Súdan eru tengd ákærum á hendur honum fyrir Alþjóðlega Stríðsglæpadómstólnum þar sem hann er ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Ákæruliðirnir eru tengdir átökunum sem brutust út í Darfur árið 2003. Sameinuðu Þjóðirnar segja að þrjú hundruð þúsund manns hafi dáið og 2,5 milljónir manna þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Eftir að Bashir var hrakinn frá völdum í apríl kröfðust saksóknarar við Stríðsglæpadómstólinn þess að yfir honum yrði réttað vegna Darfur drápanna. Súdönsku herstjórarnir sem tóku völd eftir að Bashir var hrakinn frá neituðu upphaflega að vinna með dómstólnum en súdanska regnhlífamótmælahreyfingin, sem nú fer með stóran hluta framkvæmdaráðs landsins, sagði nýlega að líklegt væri að hann yrði sendur út til að vera við réttarhöldin. Saksóknarar í Súdan hafa einnig ákært hann fyrir að eiga þátt í morðum á mótmælendum sem létust í mótmælum áður en Bashir var hrakinn frá völdum.
Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09
Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32
Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15