Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2019 20:00 Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir. Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir.
Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira