Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2019 20:00 Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir. Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir.
Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira