Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2019 20:45 Jólaföndur dagsins 14.desember. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00