Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:24 Jeremy Corbyn segir að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira