Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2019 12:46 Michelle Ballarin var á Íslandi þar til í morgun að vinna að endurreisn WOW Air. VÍSIR/BALDUR Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00
Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20