Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2019 12:46 Michelle Ballarin var á Íslandi þar til í morgun að vinna að endurreisn WOW Air. VÍSIR/BALDUR Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. Gert er ráð fyrir því að félagið verði komið með talsverð umsvif í farþegaflugi áður en háannatími flugsins hefst í vor að sögn aðstandenda flugfélagsins. Fyrsta flugið fari vonandi í loftið innan vikna frekar en mánaða. Komið hefur fram að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW Air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug WOW Air á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Aðstandendur félagsins hafa sagt að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á og að ákveðnar hindranir hafi orðið á vegi aðstandanda félagsins. Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, segir að allt sé á réttri leið. Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.Vísir/Vilhelm „Markmiðin um að endurvekja starfsemi WOW eru enn í fullu gildi. Við teljum okkur vera alls staðar á réttri leið en höfum viðurkennt að við erum ekki á réttum hraða. Þannig markmiðin um að fara í loftið af þunga í desember þau eru ekki að ganga eftir.“ Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. Gunnar segir að tíminn í fyrsta flug WOW Air sé frekar mældur í vikum en mánuðum. „Við að minnsta kosti verðum áreiðanlega komin með talsverð umsvif í farþegafluginu áður en háannatíminn hefst með vorinu en fram að þeim tíma munum við leggja talsverða áherslu á þátt fraktflugsins í vélum þar sem við verðum að sjálfsögðu líka að flytja farþega“ „Þó við leggjum áherslu á fraktina þá er hún um borð í sömu flugvélum og farþegar þannig að við höfum sagt að í byrjum verði áhersla lögð á fraktin enda þótt farþega rýmið verði ekki mjög þéttskipað í allra fyrstu ferðunum. Við vonumst til þess að geta mælt tímann fram að þessari tilkeyrslu frekar í vikum en mánuðum,“ sagði Gunnar Steinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur Michelle Ballarin verið á landinu síðustu daga en hún fór af landi brott í morgun. „Eðlilega í þessu ferli er hún talsvert oft hérna,“ sagði Gunnar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00 Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Vill skiptastjóra WOW úr starfi Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur gert kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóra þrotabús flugfélagsins. 21. nóvember 2019 06:00
Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. 11. desember 2019 09:01
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20