Enski boltinn

Mestar líkur á að Liverpool og Man. City dragist á móti Atletico Madrid í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Liverpool og Manchester City á dögunum. Sadio Mane skorar hér eitt marka Liverpool í leiknum.
Úr leik Liverpool og Manchester City á dögunum. Sadio Mane skorar hér eitt marka Liverpool í leiknum. Getty/Laurence Griffiths

Í dag kemur í ljós hvaða lið munu mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fjögur ensk lið eru í pottinum og geta þau ekki mæst.

Liverpool og Manchester City unnu bæði sína riðla en eiga það samt á hættu að dragast á móti Real Madrid. Mestar líkur eru hins vegar á því að þau lendi á móti öðru liði frá Madrid.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út líkurnar á því hvað liðum hvert lið í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar getur mætt.

Það eru 22,6 prósent líkur á því að Liverpool eða Manchester City dragist á móti Atlético Madrid. Líkurnar eru 21,9 prósent að City og Liverpool lendi á móti Real Madrid.

Líkindareikning Mister Chip á sjá hér fyrir neðan.



Liverpool getur ekki mætt ensku liðunum Chelsea eða Tottenham ekki frekar en Manchester City. Manchester City getur ekki mætt Atalanta sem var með þeim í riðli og sömu sögu er að segja með Liverpool og Napoli. Þau voru saman í riðli og geta því ekki mæst.

Það eru mestar líkur á að Chelsea mæti Barcelona eða Juventus en líklegast er að Tottenham dragist á móti Valencia.

Hér fyrir neðan má sjá líkurnar á því hverjum ensku liðin fjögur dragast á móti í dag en Meistaradeildardrátturinn verður í beinni hér á Vísi.

Liðin sem Manchester City getur mætt:

Atlético Madrid 22,627%

Real Madrid 21,878%

Dortmund 20,779%

Napoli 17,682%

Lyon 17.033%

Liðin sem Liverpool getur mætt:

Atlético Madrid 22,627%

Real Madrid 21,878%

Dortmund 20,779%

Atlalanta 17,682%

Lyon 17.033%

Liðin sem Chelsea getur mætt:

Barcelona 23,377%

Juventus 21,578%

Bayern München 18,581%

Paris Saint Germain 18,282%

Leipzig 18,182%

Liðin sem Tottenham getur mætt:

Valencia 22,677%

Barcelona 22,328%

Juventus 20,629

Paris Saint Germain 17,333%

Leipzig 17,033%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×