Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 06:46 Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi. vísir/egill Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10 Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00