Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 06:46 Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi. vísir/egill Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10 Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00