Solskjær segir að Erling Håland sé búinn að ákveða hvar hann vilji spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:00 Erling Braut Håland er víst búinn að ákveða sig. Fer hann til Manchester United? Getty/Andreas Schaad Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti. Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Margir eru að velta fyrir sér framtíð norska framherjans Erling Braut Håland sem sló í gegn með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í vetur og stuðningsmenn Manchester United eru eflaust hvað spenntastir. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er landi Erling Braut Håland og þekkir líka strákinn vel síðan að hann þjálfaði hann hjá Molde. Solskjær virðist vita hvar framtíð Erling Håland liggur því Ole Gunnar sagði að Erling Håland sé búinn að ákveða framtíð sína og hvar hann vilji spila. Erling Braut Håland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum með Red Bull Salzburg í öllum keppnum á þessu tímabili þar af 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. „Hann veit hvað hann vill gera og hvað hann mun gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær en Erling Braut Håland spilaði fyrir hann í tvö ár hjá Molde. Það var einmitt Solskjær sem gar framherjanum sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki þá sextán ára gömlum. Ole Gunnar Solskjaer says Erling Haaland "knows what he wants to do and knows what he is going to do"https://t.co/gJzgpj2ML9#mufcpic.twitter.com/6drKveR8cq— BBC Sport (@BBCSport) December 15, 2019 Solskjær var þó ekki tilbúinn að gefa Erling Håland einhver ráð opinberlega. „Ég ráðlegg ekki leikmönnum í öðrum liðum,“ svaraði Ole Gunnar Solskjær. Þýsku liðin Borussia Dortmund og RB Leipzig hafa bæði sýnt hinum nítján ára gamla framherja mikinn áhuga en umboðsmaður Norðmannsins er Mino Raiola en meðal annarra skjólstæðinga hans eru þeir Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Manchester United hefur ekki gefið það upp hvort félagið hafi sent inn formlegt tilboð í leikmanninn en liðið vantar framherja eftir að félagið seldi Romelu Lukaku til Internazionale fyrir 74 milljónir punda í sumar. Manchester United er enn með í fjórum keppnum og fram undan er leikur í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Colchester á miðvikudaginn. United gerði 1-1 jafntefli á móti Everton um helgina sem þýðir að liðið er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti.
Enski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira