Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 13:11 Björgvin Páll gæti farið með á EM. vísir/bára Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur tilkynnt 19 manna æfingahóp fyrir EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson, sem hefur ekki leikið síðustu landsleiki, er einn þriggja markvarða í hópnum. Hann hefur ekki misst af stórmóti síðan EM 2008. Teitur Örn Einarsson og Ólafur Gústafsson, sem léku á HM 2019, detta út úr stóra 28 manna hópnum sem var tilkynntur í byrjun desember. Auk Teits og Ólafs komust Aron Rafn Eðvarðsson, Oddur Grétarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Elvar Ásgeirsson, Kristján Örn Kristjánsson, Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson ekki í æfingahópinn. Sá síðastnefndi er meiddur. Þrír leikmenn sem voru í silfurliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM 2010 eru í hópnum; Björgvin Páll, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson. Sá síðastnefndi er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót síðan EM 2016. Sextán leikmenn mega vera á skýrslu í leik á EM. Búast má við því að Guðmundur taki 17 leikmenn með út. Ísland er í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi á EM. Riðilinn verður leikinn í Malmö í Svíþjóð. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn heimsmeisturum Dana 11. janúar. Æfingar íslenska liðsins hefjast 22. desember. Liðið hér heima milli jóla og nýárs og allt þar til það heldur til Þýskalands 3. janúar. Þann fjórða mætast Íslendingar og Þjóðverjar í vináttulandsleik í Mannheim. Eftir leikinn gegn Þýskalandi koma Íslendingar heim og æfa þar til þeir fara til Malmö 9. janúar.Nítján manna æfingahópur Íslands fyrir EM 2020Markmenn: Ágúst Elí Björgvinsson IK Sävehof 31/0 Björgvin Páll Gústavsson Skjern 221/13 Viktor Gísli Hallgrímsson GOG 9/0Vinstra horn: Bjarki Már Elísson Lemgo 63/141 Guðjón Valur Sigurðsson PSG 356/1853Vinstri skytta: Aron Pálmarsson Barcelona 141/553 Ólafur Andrés Guðmundsson Kristianstad 115/215Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson Skjern 26/80 Haukur Þrastarson Selfoss 12/15 Janus Daði Smárason Aalborg 37/41Hægri skytta: Alexander Petersson Rhein-Neckar Lowen 173/694 Viggó Kristjánsson Wetzlar 2/3Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Bergischer 105/311 Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum 20/37Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson GOG 45/65 Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 137/162 Sveinn Jóhannsson SönderjyskE 7/14 Ýmir Örn Gíslason Valur 33/14Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg 30/9Æfingahópur íslenska landsliðsins.mynd/hsí EM 2020 í handbolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta hefur tilkynnt 19 manna æfingahóp fyrir EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson, sem hefur ekki leikið síðustu landsleiki, er einn þriggja markvarða í hópnum. Hann hefur ekki misst af stórmóti síðan EM 2008. Teitur Örn Einarsson og Ólafur Gústafsson, sem léku á HM 2019, detta út úr stóra 28 manna hópnum sem var tilkynntur í byrjun desember. Auk Teits og Ólafs komust Aron Rafn Eðvarðsson, Oddur Grétarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Elvar Ásgeirsson, Kristján Örn Kristjánsson, Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson ekki í æfingahópinn. Sá síðastnefndi er meiddur. Þrír leikmenn sem voru í silfurliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM 2010 eru í hópnum; Björgvin Páll, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson. Sá síðastnefndi er væntanlega á leið á sitt fyrsta stórmót síðan EM 2016. Sextán leikmenn mega vera á skýrslu í leik á EM. Búast má við því að Guðmundur taki 17 leikmenn með út. Ísland er í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi á EM. Riðilinn verður leikinn í Malmö í Svíþjóð. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn heimsmeisturum Dana 11. janúar. Æfingar íslenska liðsins hefjast 22. desember. Liðið hér heima milli jóla og nýárs og allt þar til það heldur til Þýskalands 3. janúar. Þann fjórða mætast Íslendingar og Þjóðverjar í vináttulandsleik í Mannheim. Eftir leikinn gegn Þýskalandi koma Íslendingar heim og æfa þar til þeir fara til Malmö 9. janúar.Nítján manna æfingahópur Íslands fyrir EM 2020Markmenn: Ágúst Elí Björgvinsson IK Sävehof 31/0 Björgvin Páll Gústavsson Skjern 221/13 Viktor Gísli Hallgrímsson GOG 9/0Vinstra horn: Bjarki Már Elísson Lemgo 63/141 Guðjón Valur Sigurðsson PSG 356/1853Vinstri skytta: Aron Pálmarsson Barcelona 141/553 Ólafur Andrés Guðmundsson Kristianstad 115/215Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson Skjern 26/80 Haukur Þrastarson Selfoss 12/15 Janus Daði Smárason Aalborg 37/41Hægri skytta: Alexander Petersson Rhein-Neckar Lowen 173/694 Viggó Kristjánsson Wetzlar 2/3Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Bergischer 105/311 Sigvaldi Björn Guðjónsson Elverum 20/37Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson GOG 45/65 Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 137/162 Sveinn Jóhannsson SönderjyskE 7/14 Ýmir Örn Gíslason Valur 33/14Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ribe Esbjerg 30/9Æfingahópur íslenska landsliðsins.mynd/hsí
EM 2020 í handbolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira