Erlent

Kærasta Shanghala sögð hafa reynt að eyða sönnunargögnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sachy Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu.
Sachy Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu.

Önnur þeirra tveggja sem handtekin voru í höfuðborg Namibíu á laugardag í tengslum við Samherjaskjölin, er sögð vera kærasta Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu sem nú er á bakvið lás og slá grunaður um mútuþægni. Ekki hefur komið fram hvaða einstaklingur var handtekinn ásamt kærustu ráðherrans fyrrverandi.

Fréttastofa greindi frá því um helgina að tvær manneskjur hefðu verið handteknar á laugardag í tengslum við rannsókn þarlendra lögregluyfirvalda á meintu spillingarmáli.

The Namibian greinir frá því í dag að kærasta Shanghala hafi verið ein þeirra tveggja sem voru gripin glóðvolg við að reyna að eyða gögnum sem reyndust hafa þýðingu fyrir rannsóknina sem er í fullum gangi hjá lögregluyfirvöldum.

Í kjölfarið lagði lögreglan hald á umrædda harða diska, minnislykla og skotfæri sem hin grunuðu eru sökuð um að hafa reynt að eyða.

Talsmaður lögreglunnar staðfestir í samtali við Namibian að tvímenningarnir verði ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnnar og verði leiddir fyrir dómara í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×