Litla föndurhornið: Krakkaföndur með krukkum og könglum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2019 13:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 17. desember sýnir hún hvernig á að gera ótrúlega einfaldar skreytingar með krukkum og könglum. Við gefum Kristbjörgu orðið. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.Mynd/Vísir Munið þið hvernig það var þegar þið voruð krakkar, þegar það fór að nálgast jólin og hver klukkustund virtist líða eins og heill dagur? Jæja, ég man eftir því og þess vegna ætla ég að hjálpa ykkur að hjálpa krökkunum til að eyða smá tíma. Það helsta sem þú þarft fyrir þetta föndur eru könglar, gervisnjór, smá spotti, skraut, límbyssan, límlakk (Mod podge) og batterískerti. Ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það kemur bara í ljós. Byrjum á aflöngu krukkunni. Ég setti límlakk á efri helming krukkurnar og stráði svo sykri yfir. Já, þið lásuð rétt, ég sagði sykur. Ég hefði viljað glimmer en ég átti ekkert hvítt glimmer þannig að ég tók það næst besta. Ég tók spotta og vafði nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni og batt svo hnút. Ég valdi tvo köngla af minni gerðinni og límdi þá á sinn hvorn endann á reipinu. Svo bætti ég við smá skrauti. Æi, fyrirgefið, ég er orðin svo vön því að nota límbyssuna mína að ég man ekki eftir því að taka það fram að ég er að nota hana. Svo setti ég smá gervisnjó í botninn á krukkunni áður en ég stakk batterískertinu þangað. Dálítið sætt ekki satt? Og tók enga stund, ekki satt? Allt í lagi, krukka tvö. Þetta er jafnvel ennþá auðveldara ef þið getið trúað því. Ég byrjaði á því að mála lokið á krukkunni hvítt. Ég mæli með kalkmálningu fyrir þetta, eða spreymálningu (venjuleg acryl málning tollir ekki vel við málmlokið). Svo, á meðan ég hafði ennþá smá málningu á penslinum þá fór ég létt yfir köngulinn, eins og snjór. Ég límdi svo köngulinn á mitt innanvert lokið og setti gervisnjó í krukkuna. Ég lokaði svo krukkunni, sneri henni við, batt reipi nokkrum sinnum utan um hálsinn á krukkunni, bjó til slaufu og þú ert kominn með köngul í snjóstormi.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00 Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00 Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Sjá meira
Litla föndurhornið: Skipt um lit á jólaskrautinu Jólaföndur 16.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. Hún segir að ef jólaskrautið passi ekki, þá eigi einfaldlega að breyta því. 16. desember 2019 10:00
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólatré úr spýtuafgöngum Jólaföndur 15.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 15. desember 2019 22:00
Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Jólaföndur dagsins 14.desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 14. desember 2019 20:45