Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:19 Ólafía Kristín Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa, hefur verið starfandi lögreglumaður síðan 1. febrúar síðastliðinn. Hún fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. Facebook Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða.Vísir greindi frá því í gær að Ólafíu Kristínu Norðfjörð, sem hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn, hefði verið synjað um inngöngu í starfsnám við H.A. vegna kvíðalyfja. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. „Landssamtökin Geðhjálp vilja árétta að það að leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana á og má aldrei vera notað gegn fólki. Fordómar og mismunun gegn fólki með geðrænan vanda hafa lengi verið ríkjandi í samfélaginu en nú þegar 21. öldin er löngu gengin í garð eigum við ekki að umbera slíkt.“ Geðhjálp hvetur alla aðila, opinbera sem og aðra til að virða rétt alls geðnæms fólks og til að fylgja viðleitni samfélagsins sem endurspeglast í ótal samþykktum, sáttmálum, lögum og reglum og að láta af allri mismunun í garð fólks sem býr við hvers konar frávik „frá hinu síflöktandi normi“. Í yfirlýsingunni segir að það sé ávallt fagnaðarefni þegar einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir leita sér hjálpar. „En að sama skapi eru það vonbrogði þegar opinberir aðilar bregðast við með þeim hætti sem Háskólinn á Akureyri gerir í þessu máli. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“ Akureyri Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða.Vísir greindi frá því í gær að Ólafíu Kristínu Norðfjörð, sem hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn, hefði verið synjað um inngöngu í starfsnám við H.A. vegna kvíðalyfja. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. „Landssamtökin Geðhjálp vilja árétta að það að leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana á og má aldrei vera notað gegn fólki. Fordómar og mismunun gegn fólki með geðrænan vanda hafa lengi verið ríkjandi í samfélaginu en nú þegar 21. öldin er löngu gengin í garð eigum við ekki að umbera slíkt.“ Geðhjálp hvetur alla aðila, opinbera sem og aðra til að virða rétt alls geðnæms fólks og til að fylgja viðleitni samfélagsins sem endurspeglast í ótal samþykktum, sáttmálum, lögum og reglum og að láta af allri mismunun í garð fólks sem býr við hvers konar frávik „frá hinu síflöktandi normi“. Í yfirlýsingunni segir að það sé ávallt fagnaðarefni þegar einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir leita sér hjálpar. „En að sama skapi eru það vonbrogði þegar opinberir aðilar bregðast við með þeim hætti sem Háskólinn á Akureyri gerir í þessu máli. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“
Akureyri Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37
HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31