Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 17:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Ráðherra vísar í umfjöllun Vísis um lögreglukonu sem fékk ekki að halda áfram í náminu vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið sertral. Lögreglunámið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Ólafía Kristín Norðfjörð.Facebook Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Sú reyndist raunin í tilfelli Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa. Hún hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn og samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við HA frá því í haust. Hún lýsti því í samtali við Vísi að henni hefði verið synjað um inngöngu í starfsnámið á grundvelli þess að hún hafi tekið inn kvíðalyfið sertral þegar hún skilaði umsókninni. Lóu þótti þetta skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafði þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá því í pistli á Facebook-síðu sinni í dag að hún hyggist beina því til ríkislögreglustjóra að skoða þessi viðmið. Áslaug Arna segir að viðmiðin verði að setja í nútímalegra horf. „Mikil vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu hvað varðar andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða. Stigin hafa verið mörg framfaraskref í að auka þjónustu og bjóða upp á fjölbreyttari úrræði til að grípa fólk á fyrsta stigi vandans. Það að þurfa að notast við lyf á einhverjum tímapunkti má ekki verða til þess að viðkomandi njóti ekki sömu tækifæra og aðrir þegar kemur að menntun eða atvinnu,“ skrifar Áslaug, sem sjálf hefur starfað sem lögreglukona. Þá megi ekki gleyma því að löggæslustarfið breytist hratt með nýjum áskorunum og fjölbreytni í greininni enn mikilvægari en áður. „Hér verður að gæta sanngirni. Umsækjendur eiga rétt á einstaklingsbundnu mati hverju sinni. Á það jafnt við hvort lyf séu tekin við kvíða eða þunglyndi, ADHD eða sykursýki, svo dæmi séu nefnd.“ Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem sér um námið sagði í samtali við Vísi í fyrradag að umsóknarferlið væri samkvæmt lögreglulögum, sem og samkvæmt samnorrænum viðmiðum. Þá lagði hann áherslu á að einstaklingur sem fengi synjun um inngöngu í starfsnámið á áðurnefndum grundvelli væri ekki útilokaður frá náminu heldur gæti hann sótt um síðar.Rætt var við Áslaugu Örnu um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Lögreglan Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Ráðherra vísar í umfjöllun Vísis um lögreglukonu sem fékk ekki að halda áfram í náminu vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið sertral. Lögreglunámið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Ólafía Kristín Norðfjörð.Facebook Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Sú reyndist raunin í tilfelli Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa. Hún hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn og samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við HA frá því í haust. Hún lýsti því í samtali við Vísi að henni hefði verið synjað um inngöngu í starfsnámið á grundvelli þess að hún hafi tekið inn kvíðalyfið sertral þegar hún skilaði umsókninni. Lóu þótti þetta skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafði þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá því í pistli á Facebook-síðu sinni í dag að hún hyggist beina því til ríkislögreglustjóra að skoða þessi viðmið. Áslaug Arna segir að viðmiðin verði að setja í nútímalegra horf. „Mikil vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu hvað varðar andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða. Stigin hafa verið mörg framfaraskref í að auka þjónustu og bjóða upp á fjölbreyttari úrræði til að grípa fólk á fyrsta stigi vandans. Það að þurfa að notast við lyf á einhverjum tímapunkti má ekki verða til þess að viðkomandi njóti ekki sömu tækifæra og aðrir þegar kemur að menntun eða atvinnu,“ skrifar Áslaug, sem sjálf hefur starfað sem lögreglukona. Þá megi ekki gleyma því að löggæslustarfið breytist hratt með nýjum áskorunum og fjölbreytni í greininni enn mikilvægari en áður. „Hér verður að gæta sanngirni. Umsækjendur eiga rétt á einstaklingsbundnu mati hverju sinni. Á það jafnt við hvort lyf séu tekin við kvíða eða þunglyndi, ADHD eða sykursýki, svo dæmi séu nefnd.“ Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem sér um námið sagði í samtali við Vísi í fyrradag að umsóknarferlið væri samkvæmt lögreglulögum, sem og samkvæmt samnorrænum viðmiðum. Þá lagði hann áherslu á að einstaklingur sem fengi synjun um inngöngu í starfsnámið á áðurnefndum grundvelli væri ekki útilokaður frá náminu heldur gæti hann sótt um síðar.Rætt var við Áslaugu Örnu um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Lögreglan Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15