Segja að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa fyrir helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 08:00 Carlo Ancelotti. Getty/Salvatore Laporta Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira