Sportpakkinn: Buffon jafnaði met en ótrúlegt NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Getty/Paolo Rattini Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira