Munar hátt í tvö þúsund krónum á Quality Street dósunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 11:09 Quality Street er líklega helsti samkeppnisaðili Nóa konfekts hér á landi þegar kemur að sætindum um jólin. Nestle Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst. Jólamatur Neytendur Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst.
Jólamatur Neytendur Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira