Vilborg og Daði Freyr send heim í jólaþætti Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2019 22:15 Vilborg og Daði stóðu sig vel þrátt fyrir stuttan undirbúning. Vísir/M. Flóvent Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30 Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira
Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30
Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15