Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 13:15 Rafmagnslaust var á bæjum í Svarfaðardal í marga daga en hér sjást brotnir rafmagnsstaurar í dalnum síðastliðinn föstudag. vísir/egill Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. Víða var rafmagnslaust dögum saman með þeim afleiðingum að hús kólnuðu sums staðar og fjarskiptakerfi duttu út. Þau Ágústa og Bjarni ræddu óveðrið og afleiðingar þess í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ágústa sagði að þrátt fyrir að þau á Reistarnesi hafi verið rafmagnslaus dögum saman þá hafi þau nánast verið í fimm stjörnu lúxusspa miðað við marga aðra á landinu þar sem þeim tókst til dæmis að verða ekki vatnslaus með lítilli rafstöð af næsta bæ. Algjört bjargleysi í brjáluðu veðri Hún nefndi fjarskiptakerfið sérstaklega og hversu mikið grundvallaratriði það væri þegar kemur að öryggi fólks. „Þarna upplifði fólk algjört bjargleysi í brjáluðu veðri. Það var rafmagnslaust, hitalaust, fjarskiptakerfið datt út. Maður gæti bara spurt „Eru þið að djóka fyrir sunnan?“ Þarf að fara að flytja Alþingi út á land til að menn átti sig kannski á því að það býr á Íslandi? Og að hlusta á Katrínu Jakobs segja „Já, þetta er hræðilegt, við erum núna minnt illilega á að við búum á Íslandi.“ Maður bara svona „Fyrirgefðu, hvar eru þið búin að vera?“ sagði Ágústa. Spurð út í áætlanir ríkisstjórnarinnar um að hún ætli að bregðast við því sem gerðist í óveðrinu kvaðst Ágústa spyrja á móti hvers vegna ekki væri löngu búið að gera eitthvað. Hún sagði að fólk væri farið að missa svolítið tengslin við landsbyggðina. „Það er það sem er og ef stjórnvöld fara bara í einhverja sparileiðangra svona rétt fyrir kosningar út á landsbyggð og láta sig líta vel út, það eru engir landsbyggðarflokkar til lengur í mínum huga,“ sagði Ágústa. Brotnir rafmagnsstaurar á Dalvíkurlínu.vísir/egill Rafmagnslaust í sex sólarhringa og símasambandslaust í tvo sólarhringa Bjarni var spurður að því hvernig hann hefði upplifað ástandið norður í Svarfaðardal í óveðrinu. „Þetta var bara skelfing, hryllingur. Mig langar bara að byrja á því að hæla nágrönnum mínum á bæjunum í kringum mig því við vorum bara skilin eftir algjörlega bara í náttúrulega rafmagnsleysi og sambandsleysi. Það skipti sér enginn af okkur,“ sagði Bjarni. Rafmagnslaust var á bæ Bjarna í tæpa sex sólarhringa og símasambandslaust í tvo sólarhringa en þau á Völlum voru heppin þar sem þau eru eini bærinn í Svarfaðardal með gaseldavél. Þau voru því með þá nágranna sem komust til þeirra í mat í rafmagnsleysinu og sendu mat á þá bæ þar sem fólk komst ekki til þeirra. Mynd úr safni Landsbjargar frá því óveðrinu.landsbjörg Náðu að koma iðnaðarhurð á fjárhús sem voru að springa „En það voru svo miklar hetjur þarna, hann Gunnsteinn á Sökku og Alli á Hánefsstöðum og sonur hans. Það voru fjárhús bara að springa inni á Búrfelli framar í Svarfaðardal, björgunarsveitir urðu frá að hverfa út af ofsanum en þá brutust þeir fram á traktor með planka og náðu að koma stórri bílskúrshurð í eða iðnaðarhurð við þvílíkar aðstæður að þeir fuku í hviðunum og þurftu að krafsa sig til baka. Þetta var ekkert venjulegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að þetta eru hetjurnar,“ sagði Bjarni. Hann kvaðst þreyttur á ástandinu hér á landi þar sem innviðir væru látnir drabbast niður. „Það er búið að losa allar vararafstöðvar í öllum landshlutum, það er búið að selja þetta eða hætta með þetta. Það er eins og menn hafi aldrei lent í vondu veðri fyrr. Það er búið að tálga innviðina, væntanlega til að laga efnahagsreikningana, ég veit það ekki,“ sagði Bjarni. Viðtölin við þau Ágústu og Bjarna má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dalvíkurbyggð Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. Víða var rafmagnslaust dögum saman með þeim afleiðingum að hús kólnuðu sums staðar og fjarskiptakerfi duttu út. Þau Ágústa og Bjarni ræddu óveðrið og afleiðingar þess í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ágústa sagði að þrátt fyrir að þau á Reistarnesi hafi verið rafmagnslaus dögum saman þá hafi þau nánast verið í fimm stjörnu lúxusspa miðað við marga aðra á landinu þar sem þeim tókst til dæmis að verða ekki vatnslaus með lítilli rafstöð af næsta bæ. Algjört bjargleysi í brjáluðu veðri Hún nefndi fjarskiptakerfið sérstaklega og hversu mikið grundvallaratriði það væri þegar kemur að öryggi fólks. „Þarna upplifði fólk algjört bjargleysi í brjáluðu veðri. Það var rafmagnslaust, hitalaust, fjarskiptakerfið datt út. Maður gæti bara spurt „Eru þið að djóka fyrir sunnan?“ Þarf að fara að flytja Alþingi út á land til að menn átti sig kannski á því að það býr á Íslandi? Og að hlusta á Katrínu Jakobs segja „Já, þetta er hræðilegt, við erum núna minnt illilega á að við búum á Íslandi.“ Maður bara svona „Fyrirgefðu, hvar eru þið búin að vera?“ sagði Ágústa. Spurð út í áætlanir ríkisstjórnarinnar um að hún ætli að bregðast við því sem gerðist í óveðrinu kvaðst Ágústa spyrja á móti hvers vegna ekki væri löngu búið að gera eitthvað. Hún sagði að fólk væri farið að missa svolítið tengslin við landsbyggðina. „Það er það sem er og ef stjórnvöld fara bara í einhverja sparileiðangra svona rétt fyrir kosningar út á landsbyggð og láta sig líta vel út, það eru engir landsbyggðarflokkar til lengur í mínum huga,“ sagði Ágústa. Brotnir rafmagnsstaurar á Dalvíkurlínu.vísir/egill Rafmagnslaust í sex sólarhringa og símasambandslaust í tvo sólarhringa Bjarni var spurður að því hvernig hann hefði upplifað ástandið norður í Svarfaðardal í óveðrinu. „Þetta var bara skelfing, hryllingur. Mig langar bara að byrja á því að hæla nágrönnum mínum á bæjunum í kringum mig því við vorum bara skilin eftir algjörlega bara í náttúrulega rafmagnsleysi og sambandsleysi. Það skipti sér enginn af okkur,“ sagði Bjarni. Rafmagnslaust var á bæ Bjarna í tæpa sex sólarhringa og símasambandslaust í tvo sólarhringa en þau á Völlum voru heppin þar sem þau eru eini bærinn í Svarfaðardal með gaseldavél. Þau voru því með þá nágranna sem komust til þeirra í mat í rafmagnsleysinu og sendu mat á þá bæ þar sem fólk komst ekki til þeirra. Mynd úr safni Landsbjargar frá því óveðrinu.landsbjörg Náðu að koma iðnaðarhurð á fjárhús sem voru að springa „En það voru svo miklar hetjur þarna, hann Gunnsteinn á Sökku og Alli á Hánefsstöðum og sonur hans. Það voru fjárhús bara að springa inni á Búrfelli framar í Svarfaðardal, björgunarsveitir urðu frá að hverfa út af ofsanum en þá brutust þeir fram á traktor með planka og náðu að koma stórri bílskúrshurð í eða iðnaðarhurð við þvílíkar aðstæður að þeir fuku í hviðunum og þurftu að krafsa sig til baka. Þetta var ekkert venjulegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að þetta eru hetjurnar,“ sagði Bjarni. Hann kvaðst þreyttur á ástandinu hér á landi þar sem innviðir væru látnir drabbast niður. „Það er búið að losa allar vararafstöðvar í öllum landshlutum, það er búið að selja þetta eða hætta með þetta. Það er eins og menn hafi aldrei lent í vondu veðri fyrr. Það er búið að tálga innviðina, væntanlega til að laga efnahagsreikningana, ég veit það ekki,“ sagði Bjarni. Viðtölin við þau Ágústu og Bjarna má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dalvíkurbyggð Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54
Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30