„Ég ætla ekki að ljúga, þetta lítur ekkert alltof vel út,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem var gestur beIN Sports í Katar í gær.
„Okkar bíða þrír erfiðir leikir ef við komumst á EM. Við eigum snúinn leik gegn Rúmeníu og svo vonandi úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu,“ bætti Akureyringurinn við.
France
Germany
Portugal
Iceland could join the heavyweights in Group F if they survive the playoff. Aron Gunnarsson reacts #EURO2020Draw#EURO2020pic.twitter.com/LevxCzhN6X
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) November 30, 2019
Komist Íslendingar á EM mæta þeir Portúgölum í fyrsta leik sínum, líkt og á EM fyrir þremur árum. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli. Ísland mætti Frakklandi í 8-liða úrslitum á sama móti og tapaði, 5-2.
Ísland og Frakkland voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2020. Frakkar unnu báða leiki; 4-0 í París og 0-1 á Laugardalsvelli.
Ísland og Þýskaland hafa hins vegar ekki mæst síðan 2003.