Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 21:46 Dynjandisheiði. Samgönguáætlun boðar að kaflinn milli Mjólkár og Flókalundar verði endurbyggður á árunum 2020 til 2024 og kaflinn til Bíldudals á árunum 2025 til 2029. Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00