Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 21:46 Dynjandisheiði. Samgönguáætlun boðar að kaflinn milli Mjólkár og Flókalundar verði endurbyggður á árunum 2020 til 2024 og kaflinn til Bíldudals á árunum 2025 til 2029. Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00