Innlent

Bein útsending: Baráttan gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stafrænt kynferðisofbeldi er meðal annars þegar nektarmyndir eru sendar manna á milli.
Stafrænt kynferðisofbeldi er meðal annars þegar nektarmyndir eru sendar manna á milli. Getty Images
Tveggja daga ráðstefna um baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi fer fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 5. desember og föstudaginn 6. desember. Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og Hollands sækja ráðstefnuna heima en markmiðið er að koma á vettvangi til að geta hjálpast að í baráttunni.

Dagskráin hefst með ávarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra klukkan 9:30. Í framhaldinu taka til máls sérfræðingar frá Norðurlöndunum auk fulltrúa lögreglu, ríkissaksóknara og héraðssaksóknara.

Streymt verður beint frá ráðstefnunni og má sjá streymið hér að neðan. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×