Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 15:44 Bæjarfulltrúar Seltjarnarness sem náðu kjöri í kosningunum 2018. Grafík/Hjalti Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43