Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni.
Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.

„Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“
Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því.