Innlent

Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Kvöldmaturinn í Ráðhúsinu við Tjörnina.
Kvöldmaturinn í Ráðhúsinu við Tjörnina. Twitter/@katrinat
Borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmat. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks deildi mynd af kvöldmatnum á Twitter-síðu sinni í kvöld.





Mikið hefur verið rætt um matarkostnað við fundi borgarstjórnar en vegna mistaka við útreikning barst það svar við fyrirspurn Pawels Bartoszek að meðal-matarkostnaður við borgarstjórnarfund væri um 360.000 krónur.

Komið hefur þó á daginn að meðal-kostnaðurinn sé í raun um 208.000 krónur en mun fleiri en borgarfulltrúarnir 23 gæða sér á kvöldmat í Ráðhúsinu.

Þá má sjá á Instagram-síðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að einnig sé boðið upp á vegan valmöguleika í kvöldmatnum í Ráðhúsinu.


Tengdar fréttir

Mistök við útreikning matarkostnaðar

Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×