Sportpakkinn: Grafa hitamæla ofan í Laugardalsvöll og leita til fjölda sérfræðinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:15 Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvellinum í dag. Mynd/S2 Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira