Már Gunnarsson hlaut Kærleikskúluna 2019 Hrund Þórsdóttir skrifar 4. desember 2019 20:30 Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins. Sund Tónlist Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins.
Sund Tónlist Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira