Anton eftir þriggja Íslandsmeta daginn: „Aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2019 19:08 Anton Sveinn var ánægður með dagsverkið. vísir/anton Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30
Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10
Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12