Í yfirlýsingu frá IOM segir að 83 sem voru um borð í bátnum hafi tekist að synda í land, en báturinn ku hafa verið nær eldsneytislaus þegar hann nálgaðist Máritaníu.
Starfsmenn á vegum máritanskra yfirvalda hlúa nú að þeim sem björguðust í bænum Nouadhibou.
Þetta er eitt mannskæðasta slysið það sem af er ári hjá flóttamönnum sem reyna að komast sjóleiðina til Evrópu.