Alexander: Mikil áskorun að spila aftur fyrir landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2019 11:30 Alexander eftir leik á ÓL í Peking árið 2008. Hann vill spila með Íslandi á ÓL í Japan árið 2020. vísir/vilhelm Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53