Alexander: Mikil áskorun að spila aftur fyrir landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2019 11:30 Alexander eftir leik á ÓL í Peking árið 2008. Hann vill spila með Íslandi á ÓL í Japan árið 2020. vísir/vilhelm Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53