Hver bjó til ellilífeyrisþega? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2019 09:00 Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar