Elon Musk sýknaður í Pedo guy-málinu Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 23:25 Elon Musk mætir í dómshúsið í vikunni. Getty/Bloomberg Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter. Guardian greinir frá. Ummælin lét Musk falla á Twitter síðu sinni eftir að Musk og Unsworth höfðu skipst á skotum í kringum björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli í fyrra. Unsworth hafði sakað Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli áður en Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og eyddi hann tístunum og baðst afsökunar á þeim. Musk hélt þó áfram að vísa til Unsworth sem barnaníðings bæði á Twitter og í tölvupóstum.Unsworth höfðaði mál gegn Musk í Los Angeles og komst kviðdómur í dag að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sakfella Musk og skylda hann til að greiða 190 milljónir dala í skaðabætur líkt og Unsworth hafði krafist.Eftir að niðurstaðan lá fyrir ræddi Musk, sem þekktur er fyrir að vera í forsvari fyrir fyrirtækin Tesla og SpaceX, við blaðamenn. „Ég hef aftur öðlast trú á mannkynið,“ sagði Musk.Unsworth hafði við fyrirtöku málsins lýst vanlíðan hans í kjölfar ummæla Musk og sagt þau ígildi lífstíðardóms. Lögfræðiteymi Musk hélt því fram að tíst hans hafi ekki verið staðhæfing heldur eingöngu ætlað sem móðgun. Þá sýndu þeir fram á að orðspor Unsworth hafi ekki beðið hnekki vegna ummælanna og vísuðu þar til viðurkenningar sem Unsworth fékk frá Tælensku konungsfjölskyldunni auk MBE orðu breska konungsveldisins sem honum var veitt. Fastir í helli í Taílandi Tesla Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter. Guardian greinir frá. Ummælin lét Musk falla á Twitter síðu sinni eftir að Musk og Unsworth höfðu skipst á skotum í kringum björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli í fyrra. Unsworth hafði sakað Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli áður en Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og eyddi hann tístunum og baðst afsökunar á þeim. Musk hélt þó áfram að vísa til Unsworth sem barnaníðings bæði á Twitter og í tölvupóstum.Unsworth höfðaði mál gegn Musk í Los Angeles og komst kviðdómur í dag að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sakfella Musk og skylda hann til að greiða 190 milljónir dala í skaðabætur líkt og Unsworth hafði krafist.Eftir að niðurstaðan lá fyrir ræddi Musk, sem þekktur er fyrir að vera í forsvari fyrir fyrirtækin Tesla og SpaceX, við blaðamenn. „Ég hef aftur öðlast trú á mannkynið,“ sagði Musk.Unsworth hafði við fyrirtöku málsins lýst vanlíðan hans í kjölfar ummæla Musk og sagt þau ígildi lífstíðardóms. Lögfræðiteymi Musk hélt því fram að tíst hans hafi ekki verið staðhæfing heldur eingöngu ætlað sem móðgun. Þá sýndu þeir fram á að orðspor Unsworth hafi ekki beðið hnekki vegna ummælanna og vísuðu þar til viðurkenningar sem Unsworth fékk frá Tælensku konungsfjölskyldunni auk MBE orðu breska konungsveldisins sem honum var veitt.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira