Lífið í Katar ólíkt því sem Aron Einar og Kristbjörg höfðu vanist Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 10:24 Kristbjörg og Aron búa nú í Katar eftir áralanga búsetu í Bretlandi. Vísir/EgillA Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
Lífið í Katar er um margt ólíkt því sem Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari hafa vanist. Hjónin fluttu ásamt sonum sínum tveimur til Katar í sumar eftir langa dvöl í Bretlandi þar sem Aron lék um árabil með velska liðinu Cardiff. Í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Aron að menningarsjokkið sé vafalítið minna fyrir sig en eiginkonu sína. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menningarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðanæva að úr heiminum, svo menningarsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron.Forréttindi að kynnast annarri menningu Kristbjörg segir að það sé töluvert við menninguna í Katar sem þau þekki ekki og þurfi að venjast, siðir og venjur séu aðrar en á Íslandi eða í Bretlandi. „Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæðaburð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auðvitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast annarri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg. Aron segir fótboltalífið einnig annað en hann hefur vanist, ferðalög í leiki séu styttri og fótboltinn ólíkur þeim sem spilaður er hjá íslenska landsliðinu eða í ensku deildarkeppnunum. „Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskylduna heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfaldlega öðruvísi,“ segir landsliðsfyrirliðinn sem gekk til liðs við Al-Arabi í sumar, lið sem þjálfað er af Heimi Hallgrímssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir átta ára dvöl í Wales.Aron í leik með Al-Arabi í Katar.Getty/NurPhotoFjarri fjölskyldu og vinum Heimir og Aron eru ekki einu Íslendingarnir á mála hjá Al-Arabi en hjá félaginu leikur einnig landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og er Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi liðsins. Hjónin segjast finna fyrir því að lengra sé í fjölskylduna en áður. Þau hafi þó verið dugleg í samskiptum á Facetime. „Þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við fluttum til Katar. Þegar við bjuggum í Cardiff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins flóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Synir Kristbjargar og Arons eru fjögurra ára og fimmtán mánaða. „Hérna úti í Katar búum við í mjög fjölskylduvænu hverfi þar sem öryggisgæslan og annað er alveg tipp topp. Foreldrahlutverkið er frábært og ég er hrikalega stoltur af þeim. Þetta gefur manni svo mikið,“ segir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu.Aron og Kristbjörg eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi.Vísir/Vilhelm
Íslendingar erlendis Katar Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira