Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 11:02 Líklegast þykir að Sanna Marin eða Antti Lindtman verði næsti forsætisráðherra Finnlands. Getty/EPA Miðstjórn finnskra Jafnaðarmanna mun ákveða síðar í dag hver verður forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verða ráðherra í nýrri stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta honum lengur til að leiða stjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn vinna nú að myndun nýrrar stjórnar, væntanlega þá undir forystu þess forsætisráðherraefnis sem miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur sér saman um í kvöld. Stendur valið milli hinnar 33 ára Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti ráðherra samgöngu- og fjarskiptamála í stjórn Rinne, og þingflokksformannsins Antti Lindtman sem er 37 ára. Segja fréttaskýrendur að mjótt kunni að verða á munum. Miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur saman klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Verður fyrst farið yfir þá pólitísku stöðu sem upp er komin. Munu svo Marin og Lindtman halda sínar framboðsræður og verða svo atkvæði greidd. Er búist við að fundurinn kunni að standa langt fram á kvöld. Rinne leiðir stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir hönd Jafnaðarmanna, en viðræðurnar héldu áfram í morgun og standa yfir í dag. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Miðstjórn finnskra Jafnaðarmanna mun ákveða síðar í dag hver verður forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verða ráðherra í nýrri stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta honum lengur til að leiða stjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn vinna nú að myndun nýrrar stjórnar, væntanlega þá undir forystu þess forsætisráðherraefnis sem miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur sér saman um í kvöld. Stendur valið milli hinnar 33 ára Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti ráðherra samgöngu- og fjarskiptamála í stjórn Rinne, og þingflokksformannsins Antti Lindtman sem er 37 ára. Segja fréttaskýrendur að mjótt kunni að verða á munum. Miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur saman klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Verður fyrst farið yfir þá pólitísku stöðu sem upp er komin. Munu svo Marin og Lindtman halda sínar framboðsræður og verða svo atkvæði greidd. Er búist við að fundurinn kunni að standa langt fram á kvöld. Rinne leiðir stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir hönd Jafnaðarmanna, en viðræðurnar héldu áfram í morgun og standa yfir í dag. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila