Getum farið hratt í rafbílavæðingu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Friðbert Friðbertsson segir að gefa þurfi tengiltvinnbílunum meiri tíma til að ná útbreiðslu. Þróunin verði væntanlega sú að margir sem kaupi tengiltvinnbíla og eru ánægðir muni næst festa kaup á rafmagnsbíl. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, er áhugasamur um áframhaldandi rafmagnsvæðingu bílaflota landsmanna. „Draumurinn er að Íslendingar standi Norðmönnum framar á þessu sviði. Rafmagn er framleitt með umhverfisvænum hætti hér á landi og því er það rökrétt að taka þessari tækniþróun opnum örmum,“ segir hann en nefnir að þeir sem ætli sér að vera sérstaklega umhverfisvænir ökumenn ættu að aka um á metanknúnum bílum. „Því meira sem metanbíll er keyrður, því umhverfisvænni er hann. Þetta hljómar eins og þverstæða en staðreynd málsins er að metan er 20 sinnum eitraðri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Með akstrinum er verið að eyða óæskilegri lofttegund,“ segir hann.Keypti árið 2011 Eftir að Friðbert settist í forstjórastól Heklu árið 2011 í kjölfar kaupa á helmings hlut í fyrirtækinu hefur hann haft í nógu að snúast. Má þar nefna að hann fékk til liðs við sig fyrirtækið Semler sem er innflytjandi vörumerkja Volkswagen í Danmörku þegar fjármagnshöft voru enn við lýði. Hekla hefur frá árinu 1962 verið við Laugaveginn en áform hafa verið uppi um að flytja starfsemina á nýjan stað. Þrátt fyrir að hafa átt samtal við Reykjavíkurborg árum saman hefur þetta ekki gengið eftir og gerir Friðbert nú ráð fyrir að fyrirtækið verði áfram við Laugaveg. Enn fremur hefur landslagið í bílasölu verið krefjandi. Sala nýrra bíla fór mun hægar af stað en gert var ráð fyrir við kaup á fyrirtækinu, sem er orðið 86 ára, en metfjöldi bíla seldist árið 2017. Að undanförnu hefur verið skarpur samdráttur í sölu. „Línurit yfir selda bíla á Íslandi minnir oft á hjartalínurit hjá hjartveikum manni. En það verður ekki af því skafið, þetta er skemmtilegur bransi,“ segir hann.Coca-Cola og BauhausHvernig hófst viðskiptaferill þinn? „Ég lærði vörustjórnunarfræði í University of Wales í Bretlandi. Ég réð mig skömmu síðar til Vífilfells og starfaði þar í sjö ár, síðast sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Þaðan lá leiðin til Coca-Cola Company, fyrst í Noregi og síðan í Mið- og Austur-Evrópu með aðsetur í Vínarborg. Ég bjó þar í fjögur ár og var einkum í verkefnum sem tengdust vörustjórnun, innkaupum og framleiðslustýringu. Árið 2002 flutti ég til Íslands og kom að ýmsum verkefnum, var til dæmis framkvæmdastjóri hjá Kaupási um skeið. Við Björn Gunnlaugsson fengum þá flugu í höfuðið að gera viðskiptaáætlun fyrir Bauhaus sem þá var ekki með starfsemi á Íslandi. Við kynntum hana fyrir forsvarsmönnum félagsins ytra og þannig fór sá bolti að rúlla að þýska fyrirtækið opnaði byggingavöruverslun hér á landi. Það var lærdómsríkt og skemmtilegt verkefni. Ég tók enn fremur þátt í fasteignaþróunarverkefnum í Þýskalandi og á Íslandi, má nefna Lund í Kópavogi í því samhengi. Í kjölfar bankahrunsins leysti Arion banki Heklu til sín og býður félagið til sölu árið 2010.“Hvers varstu að horfa til þegar þú keyptir Heklu? „Mér þótti bílabransinn áhugaverður og Hekla er rótgróið fyrirtæki sem allir þekkja með góð umboð: Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi,“ segir Friðbert. Hann viðurkennir að bílasala hafi farið hægar af stað en reiknað var með við kaupin á bílaumboðinu. „Reksturinn var erfiður á árunum 2011 til 2014 sökum dræmrar sölu. Það þarfnaðist mikillar yfirlegu að láta reksturinn ganga upp. Frá 2014-2017 var salan betri en markaðurinn byrjaði að dragast saman 2018.“Hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við Lækjargötu.Vísir/Pjetur44 prósenta samdráttur Það sem af er ári hefur bílasala dregist saman um 44 prósent á milli ára. „Það er erfitt að reka fyrirtæki þegar sala dregst svona mikið saman,“ segir Friðbert. Stjórnendur Heklu væntu um 20-25 prósenta samdráttar í ár, eins og fleiri í atvinnugreininni, meðal annars í ljósi þess að það stefndi í erfiðar kjaraviðræður, bílaleigur myndu ekki njóta lengur niðurfellingar á tollum og minni umsvifa í ferðaþjónustu meðal annars vegna erfiðleika WOW air. Friðbert segir að brugðist hafi verið við samdrættinum með því að hagræða í rekstri og birgðahaldi og ferlar hafi verið bættir. Það sem gerir rekstur enn erfiðari hér á landi, að hans sögn, er að bílaumboðin eiga fjölmarga bíla á lager en víða erlendis, til dæmis í Þýskalandi, tíðkast að viðskiptavinir bíði í 8-12 vikur eftir nýjum bíl. „Þetta háa þjónustustig er dýrt, sérstaklega í ljósi þess hve vextir hafa verið háir á Íslandi,“ segir hann.Hvers vegna hefur markaðshlutdeild Heklu lækkað úr fjórðungi árið 2014 í 18 prósent nú? „Árið 2014 var stór hluti af sölu okkar til bílaleiga en síðustu ár höfum við lagt aðaláherslu á sölu til einstaklinga og fyrirtækja, þar af leiðandi hefur markaðshlutdeild Heklu dregist saman. Nýskráningar bifreiða til bílaleiga hafa síðustu ár verið um 40 prósent af heildarmarkaði. Þetta er aðalskýringin á breyttri markaðshlutdeild. Markaðshlutdeild okkar þegar litið er til einstaklinga og fyrirtækja er í góðu horfi.“Húsnæði Heklu við Laugaveg.Fréttablaðið/EyþórHvernig horfir bílasala við þér á næsta ári? „Ég er bjartsýnn á að bílasala muni glæðast á ný á nýju ári og að næstu ár verði ágæt. Hagtölur benda til að hagkerfið sé ágætlega statt, greinendur vænta hagvaxtar á næstu árum, viðskiptajöfnuður er hagstæður, reikna má með að krónan verði tiltölulega sterk í ljósi mikils gjaldeyrisvaraforða, bílafloti landsmanna er gamall í alþjóðlegum samanburði sem er óumhverfisvænt og æ fleiri vilja umhverfisvæna bíla. Á nýju ári mun Volkswagen og fleiri bílaframleiðendur bjóða mikið af nýjum rafmagnsbílum til sölu. Það hefur tekið þá tíma að ná því að anna þeirri miklu eftirspurn. Framboðið verður því spennandi frá sjónarhóli neytenda. Stjórnvöld hafa verið framsýn og felldu niður gjöld á umhverfisvæna bíla upp að sex milljónum. Aftur á móti, ef stefna stjórnvalda er að stuðla að því að bílafloti landsmanna verði umhverfisvænni, er misráðið að fella niður afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla (e. plugin hybrid) á næsta ári og rafmagnsbíla árið 2023. Reynslan sýnir að á erlendum mörkuðum þar sem stuðningur ríkisins hefur verið dreginn til baka dregur verulega úr sölu umhverfisvænna tengiltvinnbíla. Það þarf að gefa tengiltvinnbílunum meiri tíma til að ná útbreiðslu. Ég tel að þróunin verði sú, að þeir sem hafa góða reynslu af tengiltvinnbíl, muni næst stíga skrefið til fulls og kaupa rafmagnsbíl. Tengiltvinnbílar geta alla jafna ekið um 40 kílómetra á rafmagni en meðalakstur fólks í höfuðborginni er um 35 kílómetrar. Þeir sem aka á slíkum bílum geta því ekið flesta daga einvörðungu á rafmagni og stungið svo bílnum í hleðslu á kvöldin.Rafmagnsbíll í hleðslu.Stöð 2Þá má heldur ekki líta fram hjá því að þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru í betri stöðu til að nýta ríkisstuðninginn varðandi kaup á rafmagnsbílum en þeir sem búa á landsbyggðinni. Þeir sem búa á landsbyggðinni eru líklegri til að keyra lengri vegalengdir á milli staða en hafa oft ekki tækifæri til að hlaða bílinn meðan á ferðalaginu stendur. Það vantar fleiri rafhleðslustöðvar. Af þeim sökum henta tengiltvinnbílar betur þeim sem búa á landsbyggðinni og það er eðlilegt að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Það þarf að leggja aukinn kraft í uppbyggingu innviða svo hægt sé að nýta rafmagnsbíla um land allt. Bílaleigur kaupa um 40 prósent af öllum seldum nýjum bílum á ári. Það þarf að huga að því að bílaleigur geti keypt og leigt umhverfisvæna bíla. Að öðrum kosti er vandséð hvernig þær geti tekið þátt í orkuskiptunum. Ef vilji er til að fara hratt í rafbílavæðingu hér á landi er það vel gerlegt. En eftirtektarverður árangur hefur nú þegar náðst og íslenski markaðurinn er nú í öðru sæti á eftir Norðmönnum í rafbílavæðingu á heimsvísu. Með skynsamlegri lagasetningu tókst Norðmönnum að lækka útblástur koltvísýrings í umferðinni um níu prósent í fyrra. Á síðasta ári voru 19 prósent seldra bíla á Íslandi vistvæn á meðan hlutfallið var 8 prósent í Svíþjóð og um tvö prósent í Danmörku. Það er mikill vöxtur í sölu umhverfisvænna bíla, hlutfallið í sölu til einkaaðila og fyrirtækja er komið í 28 prósent það sem af er ári og við teljum að hlutfallið muni aukast enn frekar á næstu 12 til 18 mánuðum. Íslendingar eru mjög áhugasamir um að taka þátt í tækninýjungum.“Leitaði til DanmerkurHvernig kom það til að þú fékkst Semler, umboðsaðila Volkswagen í Danmörku, til að fjárfesta í helmings hlut í Heklu árið 2013 þegar enn voru fjármagnshöft? „Ég velti vöngum yfir því hverjir væru reiðubúnir til að fjárfesta til lengri tíma í Heklu og varð hugsað til Semler. Fyrirtækið hefur einnig fjárfest í Austur-Evrópu með góðum árangri og hefur mikla þekkingu á bílgreininni.“ Seljandi hlutarins var Franz Jezorski sem keypti Heklu með Friðberti. Það sitja tveir Danir í stjórn Heklu og tveir Íslendingar. Íslendingar eru Jón Eiríksson endurskoðandi og Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og núverandi stjórnarformaður Festar sem meðal annars á N1 og Krónuna.Hvaða reynsla úr störfum þínum fyrir Coca-Cola hefur nýst þér í rekstri Heklu? „Ég bý að því að hafa starfað hjá alþjóðlegu markaðsdrifnu stórfyrirtæki sem Coca-Cola er. Í þeim störfum hef ég fengið tækifæri til að kynnast því afli og langtíma hugsun sem þarf til að byggja upp rekstur og vörumerki til lengri tíma. Volkswagen-samstæðan er slíkt fyrirtæki enda starfa þar um 600 þúsund manns um allan heim.“ Óskynsamleg staðsetningHvernig horfir þróunin við þér, að fólk virðist horfa í æ minna mæli til einkabílsins og í ríkara mæli til deilihagkerfisins, reiðhjóla – sem þið raunar seljið líka – og almenningssamgangna? „Þetta á eftir að hafa áhrif á næstu árum og ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Engu að síður tel ég að sala á nýjum bílum verði góð. Það má líka velta vöngum yfir hve lítið hefur verið fjárfest í innviðum fyrir bíla á undanförnum árum. Stjórnmálamenn hafa sagt að slíkt myndi auka bílaumferð. Það verður hins vegar að horfa til tveggja þátta. Annars vegar fer þjóðinni fjölgandi og hins vegar hefði mátt staðsetja þrjá stærstu vinnustaði landsins með skynsamlegri hætti. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn eru nánast á sama bletti sem skapar mikinn umferðarþunga. Umferðin er mun léttari á sumrin þegar skólarnir eru í sumarfríi. Það segir sína sögu.“Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi.VísirFinna fyrir gráa markaðnumHefur grái markaðurinn haft mikil áhrif á sölu ykkar? „Grái markaðurinn hefur haft verulega áhrif. Það er ekki spurning. Til að mynda hafa aðrir selt Mitsubishi Outlander í nokkrum mæli enda vel heppnaður og vinsæll jepplingur. Það getur verið áhættusamt að kaupa af gráa markaðnum. Það hafa komið upp ýmis dæmi um að fólk hafi keypt köttinn í sekknum. Það hafa komið bílar á verkstæði okkar með afar lága kílómetrastöðu en við nánari skoðun kemur í ljós að þeir eru mikið eknir. Rafdrifnir Volkswagen Golf hafa verið fluttir inn frá Bandaríkjunum sem ekki eru með hraðhleðslu, oft er ábyrgðin einungis tvö ár erlendis en við bjóðum fimm ára ábyrgð.“Volkswagen varð uppvíst að svindli á útblásturstölum árið 2015. Hafði það áhrif á söluna hjá Heklu? „Nei, það hafði tiltölulega lítil áhrif á sölu Heklu. Framferði Volkswagen var algerlega óásættanlegt en það jákvæða sem kom út úr þessu hneyksli er að bílaframleiðendur endurhugsuðu starfsemi sína og lögðu áherslu á umhverfismál og umhverfisvæna bíla. Þetta hefur orðið til þess að þeirri þróun var flýtt verulega. Frá árinu 2015 hafa bílaframleiðendur verið í fararbroddi í fjárfestingum í umhverfismálum.“ Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Bílar Umhverfismál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, er áhugasamur um áframhaldandi rafmagnsvæðingu bílaflota landsmanna. „Draumurinn er að Íslendingar standi Norðmönnum framar á þessu sviði. Rafmagn er framleitt með umhverfisvænum hætti hér á landi og því er það rökrétt að taka þessari tækniþróun opnum örmum,“ segir hann en nefnir að þeir sem ætli sér að vera sérstaklega umhverfisvænir ökumenn ættu að aka um á metanknúnum bílum. „Því meira sem metanbíll er keyrður, því umhverfisvænni er hann. Þetta hljómar eins og þverstæða en staðreynd málsins er að metan er 20 sinnum eitraðri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Með akstrinum er verið að eyða óæskilegri lofttegund,“ segir hann.Keypti árið 2011 Eftir að Friðbert settist í forstjórastól Heklu árið 2011 í kjölfar kaupa á helmings hlut í fyrirtækinu hefur hann haft í nógu að snúast. Má þar nefna að hann fékk til liðs við sig fyrirtækið Semler sem er innflytjandi vörumerkja Volkswagen í Danmörku þegar fjármagnshöft voru enn við lýði. Hekla hefur frá árinu 1962 verið við Laugaveginn en áform hafa verið uppi um að flytja starfsemina á nýjan stað. Þrátt fyrir að hafa átt samtal við Reykjavíkurborg árum saman hefur þetta ekki gengið eftir og gerir Friðbert nú ráð fyrir að fyrirtækið verði áfram við Laugaveg. Enn fremur hefur landslagið í bílasölu verið krefjandi. Sala nýrra bíla fór mun hægar af stað en gert var ráð fyrir við kaup á fyrirtækinu, sem er orðið 86 ára, en metfjöldi bíla seldist árið 2017. Að undanförnu hefur verið skarpur samdráttur í sölu. „Línurit yfir selda bíla á Íslandi minnir oft á hjartalínurit hjá hjartveikum manni. En það verður ekki af því skafið, þetta er skemmtilegur bransi,“ segir hann.Coca-Cola og BauhausHvernig hófst viðskiptaferill þinn? „Ég lærði vörustjórnunarfræði í University of Wales í Bretlandi. Ég réð mig skömmu síðar til Vífilfells og starfaði þar í sjö ár, síðast sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Þaðan lá leiðin til Coca-Cola Company, fyrst í Noregi og síðan í Mið- og Austur-Evrópu með aðsetur í Vínarborg. Ég bjó þar í fjögur ár og var einkum í verkefnum sem tengdust vörustjórnun, innkaupum og framleiðslustýringu. Árið 2002 flutti ég til Íslands og kom að ýmsum verkefnum, var til dæmis framkvæmdastjóri hjá Kaupási um skeið. Við Björn Gunnlaugsson fengum þá flugu í höfuðið að gera viðskiptaáætlun fyrir Bauhaus sem þá var ekki með starfsemi á Íslandi. Við kynntum hana fyrir forsvarsmönnum félagsins ytra og þannig fór sá bolti að rúlla að þýska fyrirtækið opnaði byggingavöruverslun hér á landi. Það var lærdómsríkt og skemmtilegt verkefni. Ég tók enn fremur þátt í fasteignaþróunarverkefnum í Þýskalandi og á Íslandi, má nefna Lund í Kópavogi í því samhengi. Í kjölfar bankahrunsins leysti Arion banki Heklu til sín og býður félagið til sölu árið 2010.“Hvers varstu að horfa til þegar þú keyptir Heklu? „Mér þótti bílabransinn áhugaverður og Hekla er rótgróið fyrirtæki sem allir þekkja með góð umboð: Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi,“ segir Friðbert. Hann viðurkennir að bílasala hafi farið hægar af stað en reiknað var með við kaupin á bílaumboðinu. „Reksturinn var erfiður á árunum 2011 til 2014 sökum dræmrar sölu. Það þarfnaðist mikillar yfirlegu að láta reksturinn ganga upp. Frá 2014-2017 var salan betri en markaðurinn byrjaði að dragast saman 2018.“Hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við Lækjargötu.Vísir/Pjetur44 prósenta samdráttur Það sem af er ári hefur bílasala dregist saman um 44 prósent á milli ára. „Það er erfitt að reka fyrirtæki þegar sala dregst svona mikið saman,“ segir Friðbert. Stjórnendur Heklu væntu um 20-25 prósenta samdráttar í ár, eins og fleiri í atvinnugreininni, meðal annars í ljósi þess að það stefndi í erfiðar kjaraviðræður, bílaleigur myndu ekki njóta lengur niðurfellingar á tollum og minni umsvifa í ferðaþjónustu meðal annars vegna erfiðleika WOW air. Friðbert segir að brugðist hafi verið við samdrættinum með því að hagræða í rekstri og birgðahaldi og ferlar hafi verið bættir. Það sem gerir rekstur enn erfiðari hér á landi, að hans sögn, er að bílaumboðin eiga fjölmarga bíla á lager en víða erlendis, til dæmis í Þýskalandi, tíðkast að viðskiptavinir bíði í 8-12 vikur eftir nýjum bíl. „Þetta háa þjónustustig er dýrt, sérstaklega í ljósi þess hve vextir hafa verið háir á Íslandi,“ segir hann.Hvers vegna hefur markaðshlutdeild Heklu lækkað úr fjórðungi árið 2014 í 18 prósent nú? „Árið 2014 var stór hluti af sölu okkar til bílaleiga en síðustu ár höfum við lagt aðaláherslu á sölu til einstaklinga og fyrirtækja, þar af leiðandi hefur markaðshlutdeild Heklu dregist saman. Nýskráningar bifreiða til bílaleiga hafa síðustu ár verið um 40 prósent af heildarmarkaði. Þetta er aðalskýringin á breyttri markaðshlutdeild. Markaðshlutdeild okkar þegar litið er til einstaklinga og fyrirtækja er í góðu horfi.“Húsnæði Heklu við Laugaveg.Fréttablaðið/EyþórHvernig horfir bílasala við þér á næsta ári? „Ég er bjartsýnn á að bílasala muni glæðast á ný á nýju ári og að næstu ár verði ágæt. Hagtölur benda til að hagkerfið sé ágætlega statt, greinendur vænta hagvaxtar á næstu árum, viðskiptajöfnuður er hagstæður, reikna má með að krónan verði tiltölulega sterk í ljósi mikils gjaldeyrisvaraforða, bílafloti landsmanna er gamall í alþjóðlegum samanburði sem er óumhverfisvænt og æ fleiri vilja umhverfisvæna bíla. Á nýju ári mun Volkswagen og fleiri bílaframleiðendur bjóða mikið af nýjum rafmagnsbílum til sölu. Það hefur tekið þá tíma að ná því að anna þeirri miklu eftirspurn. Framboðið verður því spennandi frá sjónarhóli neytenda. Stjórnvöld hafa verið framsýn og felldu niður gjöld á umhverfisvæna bíla upp að sex milljónum. Aftur á móti, ef stefna stjórnvalda er að stuðla að því að bílafloti landsmanna verði umhverfisvænni, er misráðið að fella niður afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla (e. plugin hybrid) á næsta ári og rafmagnsbíla árið 2023. Reynslan sýnir að á erlendum mörkuðum þar sem stuðningur ríkisins hefur verið dreginn til baka dregur verulega úr sölu umhverfisvænna tengiltvinnbíla. Það þarf að gefa tengiltvinnbílunum meiri tíma til að ná útbreiðslu. Ég tel að þróunin verði sú, að þeir sem hafa góða reynslu af tengiltvinnbíl, muni næst stíga skrefið til fulls og kaupa rafmagnsbíl. Tengiltvinnbílar geta alla jafna ekið um 40 kílómetra á rafmagni en meðalakstur fólks í höfuðborginni er um 35 kílómetrar. Þeir sem aka á slíkum bílum geta því ekið flesta daga einvörðungu á rafmagni og stungið svo bílnum í hleðslu á kvöldin.Rafmagnsbíll í hleðslu.Stöð 2Þá má heldur ekki líta fram hjá því að þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru í betri stöðu til að nýta ríkisstuðninginn varðandi kaup á rafmagnsbílum en þeir sem búa á landsbyggðinni. Þeir sem búa á landsbyggðinni eru líklegri til að keyra lengri vegalengdir á milli staða en hafa oft ekki tækifæri til að hlaða bílinn meðan á ferðalaginu stendur. Það vantar fleiri rafhleðslustöðvar. Af þeim sökum henta tengiltvinnbílar betur þeim sem búa á landsbyggðinni og það er eðlilegt að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Það þarf að leggja aukinn kraft í uppbyggingu innviða svo hægt sé að nýta rafmagnsbíla um land allt. Bílaleigur kaupa um 40 prósent af öllum seldum nýjum bílum á ári. Það þarf að huga að því að bílaleigur geti keypt og leigt umhverfisvæna bíla. Að öðrum kosti er vandséð hvernig þær geti tekið þátt í orkuskiptunum. Ef vilji er til að fara hratt í rafbílavæðingu hér á landi er það vel gerlegt. En eftirtektarverður árangur hefur nú þegar náðst og íslenski markaðurinn er nú í öðru sæti á eftir Norðmönnum í rafbílavæðingu á heimsvísu. Með skynsamlegri lagasetningu tókst Norðmönnum að lækka útblástur koltvísýrings í umferðinni um níu prósent í fyrra. Á síðasta ári voru 19 prósent seldra bíla á Íslandi vistvæn á meðan hlutfallið var 8 prósent í Svíþjóð og um tvö prósent í Danmörku. Það er mikill vöxtur í sölu umhverfisvænna bíla, hlutfallið í sölu til einkaaðila og fyrirtækja er komið í 28 prósent það sem af er ári og við teljum að hlutfallið muni aukast enn frekar á næstu 12 til 18 mánuðum. Íslendingar eru mjög áhugasamir um að taka þátt í tækninýjungum.“Leitaði til DanmerkurHvernig kom það til að þú fékkst Semler, umboðsaðila Volkswagen í Danmörku, til að fjárfesta í helmings hlut í Heklu árið 2013 þegar enn voru fjármagnshöft? „Ég velti vöngum yfir því hverjir væru reiðubúnir til að fjárfesta til lengri tíma í Heklu og varð hugsað til Semler. Fyrirtækið hefur einnig fjárfest í Austur-Evrópu með góðum árangri og hefur mikla þekkingu á bílgreininni.“ Seljandi hlutarins var Franz Jezorski sem keypti Heklu með Friðberti. Það sitja tveir Danir í stjórn Heklu og tveir Íslendingar. Íslendingar eru Jón Eiríksson endurskoðandi og Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og núverandi stjórnarformaður Festar sem meðal annars á N1 og Krónuna.Hvaða reynsla úr störfum þínum fyrir Coca-Cola hefur nýst þér í rekstri Heklu? „Ég bý að því að hafa starfað hjá alþjóðlegu markaðsdrifnu stórfyrirtæki sem Coca-Cola er. Í þeim störfum hef ég fengið tækifæri til að kynnast því afli og langtíma hugsun sem þarf til að byggja upp rekstur og vörumerki til lengri tíma. Volkswagen-samstæðan er slíkt fyrirtæki enda starfa þar um 600 þúsund manns um allan heim.“ Óskynsamleg staðsetningHvernig horfir þróunin við þér, að fólk virðist horfa í æ minna mæli til einkabílsins og í ríkara mæli til deilihagkerfisins, reiðhjóla – sem þið raunar seljið líka – og almenningssamgangna? „Þetta á eftir að hafa áhrif á næstu árum og ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Engu að síður tel ég að sala á nýjum bílum verði góð. Það má líka velta vöngum yfir hve lítið hefur verið fjárfest í innviðum fyrir bíla á undanförnum árum. Stjórnmálamenn hafa sagt að slíkt myndi auka bílaumferð. Það verður hins vegar að horfa til tveggja þátta. Annars vegar fer þjóðinni fjölgandi og hins vegar hefði mátt staðsetja þrjá stærstu vinnustaði landsins með skynsamlegri hætti. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn eru nánast á sama bletti sem skapar mikinn umferðarþunga. Umferðin er mun léttari á sumrin þegar skólarnir eru í sumarfríi. Það segir sína sögu.“Rafhlaupahjólin njóta vaxandi vinsælda hér á landi.VísirFinna fyrir gráa markaðnumHefur grái markaðurinn haft mikil áhrif á sölu ykkar? „Grái markaðurinn hefur haft verulega áhrif. Það er ekki spurning. Til að mynda hafa aðrir selt Mitsubishi Outlander í nokkrum mæli enda vel heppnaður og vinsæll jepplingur. Það getur verið áhættusamt að kaupa af gráa markaðnum. Það hafa komið upp ýmis dæmi um að fólk hafi keypt köttinn í sekknum. Það hafa komið bílar á verkstæði okkar með afar lága kílómetrastöðu en við nánari skoðun kemur í ljós að þeir eru mikið eknir. Rafdrifnir Volkswagen Golf hafa verið fluttir inn frá Bandaríkjunum sem ekki eru með hraðhleðslu, oft er ábyrgðin einungis tvö ár erlendis en við bjóðum fimm ára ábyrgð.“Volkswagen varð uppvíst að svindli á útblásturstölum árið 2015. Hafði það áhrif á söluna hjá Heklu? „Nei, það hafði tiltölulega lítil áhrif á sölu Heklu. Framferði Volkswagen var algerlega óásættanlegt en það jákvæða sem kom út úr þessu hneyksli er að bílaframleiðendur endurhugsuðu starfsemi sína og lögðu áherslu á umhverfismál og umhverfisvæna bíla. Þetta hefur orðið til þess að þeirri þróun var flýtt verulega. Frá árinu 2015 hafa bílaframleiðendur verið í fararbroddi í fjárfestingum í umhverfismálum.“
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Bílar Umhverfismál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira