Dreymdi um að klæða sig eins og hún vildi Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 07:30 Fanney Dóra elskar sportleg föt sem hún klæðir gjarnan upp með leðurjakka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fanney Dóra Veigarsdóttir er förðunarfræðingur, samfélagsmiðlastjarna, bloggari og leikskólakennaranemi. Hún hefur lengi haft áhuga á tísku og segir stórar stelpur ekki þurfa að fela sig, þær megi tjá sig og vera áberandi. Þegar Fanney var yngri langaði hana að vera fatahönnuður. Hún áttaði sig svo á því að það væri erfitt fyrir stelpur í stærri stærðum að finna tískuföt. „Ég byrjaði með bloggið mitt fyrir fjórum árum. Upphaflega átti það að vera tískublogg en svo sá ég að ég gat það bara ekki. Þess vegna fór ég út í förðun. Það sem mér fannst svo geggjað við förðunina er að allir geta verið málaðir, það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út,“ segir hún. Fanney ólst upp úti á landi þar sem henni fannst erfitt að vera klædd eins og hana langaði til. Hún fann fyrir pressu um að vera klædd eins og hinir til að passa inn.Fanney Dóra elskar svört föt sem hún poppar gjarnan upp með skartgripum eða flottu hárbandfbl/anton brink„Ég hlakkaði til að flytja til Reykjavíkur og lét mig dreyma um að geta klætt mig eftir mínu höfði. En þegar ég flutti þangað áttaði ég mig á því að það kom ekkert með því að búa í stórri borg, það sem þarf er sjálfstraust. Ég áttaði mig á því að maður getur verið eins maður vill vera hvar sem er.“ Það reyndist Fanneyju oft erfitt áður fyrr að finna föt sem pössuðu henni. „Ég man þegar ég var unglingur og fór til Reykjavíkur með vinkonum mínum og við fórum í Kringluna. Ég ætlaði svo að kaupa mér einhver flott föt en ég fann ekkert. Þar var ekkert fyrir mig,“ segir Fanney. Henni finnst úrvalið af tískuverslunum með fötum í stærri stærðum hafi aukist síðan þá. „Áður keypti ég oft föt á netinu en þegar maður er í ákveðinni stærð þá vill maður geta mátað, ég held reyndar að flestar konur vilji það. Það er glatað að panta eitthvað sem passar svo ekki þegar það kemur til þín. Mér hefur líka oft fundist sniðin á stærri fötunum léleg, kannski keypti ég flík í minni stærð en hún var samt of þröng yfir brjóstin eða handleggina. Ef maður notar „large“ yfir magann er líklegt að maður noti þá stærð líka annars staðar. Mér finnst sniðin oft ekki samsvara sér. En nú er komið betra úrval af tískufötum sem eru sniðin sérstaklega fyrir stærri konur.“ Fanney hefur gaman af að prófa alls konar föt.Úrvalið í dag betra en áður Fanney hefur setið fyrir í fötum frá tískuversluninni Voxen sem sérhæfir sig í tískufötum í stórum stærðum. „Þær sáu bloggið mitt og höfðu samband við mig. Ég ákvað að slá til því mér fannst hljóma svo vel að þær væru að selja tískuföt í minni stærð. Það er algengur misskilningur að stelpur í „plus size“ fötum vilji vera í ljótum fötum. Það er alls ekki satt og þarna voru komin flott föt sem mig langaði að nota.“ Fanneyju finnst að lengi vel hafi það verið viðmótið að „plus size“ stelpur megi ekki tjá sig með fötum. Stærri stelpur sem fylgjast með Fanneyju á samfélagsmiðlum hafa sagt henni að þeim hafi fundist þær þurfa að vera í svörtu og ekki mega vera of áberandi. „Þær hafa sagt mér að eftir að þær fóru að fylgjast með mér hafi þeim fundist þær fá leyfi til að vera áberandi og sýna línurnar án þess að verið sé að setja út á þær.“ Fanney segist ekki hafa neinn sérstakan fatastíl heldur er hún dugleg að prófa eitthvað nýtt. Hún leggur samt áherslu á að fötin sem hún notar séu þægileg. „Ég vil ekki vera að takmarka mig, ef ég sé einhvern annan í einhverju sem mér finnst flott þá prófa ég það. Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki að finna upp hjólið. Mér finnst það ekki vera aðalmálið heldur að aðlaga það sem manni finnst f lott að sjálfum sér og vera maður sjálfur í öllum fötum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Fanney Dóra Veigarsdóttir er förðunarfræðingur, samfélagsmiðlastjarna, bloggari og leikskólakennaranemi. Hún hefur lengi haft áhuga á tísku og segir stórar stelpur ekki þurfa að fela sig, þær megi tjá sig og vera áberandi. Þegar Fanney var yngri langaði hana að vera fatahönnuður. Hún áttaði sig svo á því að það væri erfitt fyrir stelpur í stærri stærðum að finna tískuföt. „Ég byrjaði með bloggið mitt fyrir fjórum árum. Upphaflega átti það að vera tískublogg en svo sá ég að ég gat það bara ekki. Þess vegna fór ég út í förðun. Það sem mér fannst svo geggjað við förðunina er að allir geta verið málaðir, það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út,“ segir hún. Fanney ólst upp úti á landi þar sem henni fannst erfitt að vera klædd eins og hana langaði til. Hún fann fyrir pressu um að vera klædd eins og hinir til að passa inn.Fanney Dóra elskar svört föt sem hún poppar gjarnan upp með skartgripum eða flottu hárbandfbl/anton brink„Ég hlakkaði til að flytja til Reykjavíkur og lét mig dreyma um að geta klætt mig eftir mínu höfði. En þegar ég flutti þangað áttaði ég mig á því að það kom ekkert með því að búa í stórri borg, það sem þarf er sjálfstraust. Ég áttaði mig á því að maður getur verið eins maður vill vera hvar sem er.“ Það reyndist Fanneyju oft erfitt áður fyrr að finna föt sem pössuðu henni. „Ég man þegar ég var unglingur og fór til Reykjavíkur með vinkonum mínum og við fórum í Kringluna. Ég ætlaði svo að kaupa mér einhver flott föt en ég fann ekkert. Þar var ekkert fyrir mig,“ segir Fanney. Henni finnst úrvalið af tískuverslunum með fötum í stærri stærðum hafi aukist síðan þá. „Áður keypti ég oft föt á netinu en þegar maður er í ákveðinni stærð þá vill maður geta mátað, ég held reyndar að flestar konur vilji það. Það er glatað að panta eitthvað sem passar svo ekki þegar það kemur til þín. Mér hefur líka oft fundist sniðin á stærri fötunum léleg, kannski keypti ég flík í minni stærð en hún var samt of þröng yfir brjóstin eða handleggina. Ef maður notar „large“ yfir magann er líklegt að maður noti þá stærð líka annars staðar. Mér finnst sniðin oft ekki samsvara sér. En nú er komið betra úrval af tískufötum sem eru sniðin sérstaklega fyrir stærri konur.“ Fanney hefur gaman af að prófa alls konar föt.Úrvalið í dag betra en áður Fanney hefur setið fyrir í fötum frá tískuversluninni Voxen sem sérhæfir sig í tískufötum í stórum stærðum. „Þær sáu bloggið mitt og höfðu samband við mig. Ég ákvað að slá til því mér fannst hljóma svo vel að þær væru að selja tískuföt í minni stærð. Það er algengur misskilningur að stelpur í „plus size“ fötum vilji vera í ljótum fötum. Það er alls ekki satt og þarna voru komin flott föt sem mig langaði að nota.“ Fanneyju finnst að lengi vel hafi það verið viðmótið að „plus size“ stelpur megi ekki tjá sig með fötum. Stærri stelpur sem fylgjast með Fanneyju á samfélagsmiðlum hafa sagt henni að þeim hafi fundist þær þurfa að vera í svörtu og ekki mega vera of áberandi. „Þær hafa sagt mér að eftir að þær fóru að fylgjast með mér hafi þeim fundist þær fá leyfi til að vera áberandi og sýna línurnar án þess að verið sé að setja út á þær.“ Fanney segist ekki hafa neinn sérstakan fatastíl heldur er hún dugleg að prófa eitthvað nýtt. Hún leggur samt áherslu á að fötin sem hún notar séu þægileg. „Ég vil ekki vera að takmarka mig, ef ég sé einhvern annan í einhverju sem mér finnst flott þá prófa ég það. Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki að finna upp hjólið. Mér finnst það ekki vera aðalmálið heldur að aðlaga það sem manni finnst f lott að sjálfum sér og vera maður sjálfur í öllum fötum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning