Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 85-69 | Vandræði Vals halda áfram Ísak Hallmundarson skrifar 21. nóvember 2019 22:00 Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur í kvöld. vísir/daníel Grindavík tók á móti Val í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin í 10. og 9. sæti deildarinnar og leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, Valur hafði tapað þremur leikjum í röð og heimamenn í Grindavík tveimur. Lokatölur urðu sannfærandi sigur heimaliðsins, 85-69. Grindvíkingar náðu yfirhöndinni snemma í fyrsta leikhlutanum eftir að Valur hafði komist yfir í 9-8. Valdas Vasylius setti niður þrjú þriggja stiga skot með stuttu millibili og staðan skyndilega orðin 21-13 fyrir Grindavík. Grindvíkingar leiddu að loknum fyrsta leikhluta 25-14. Þeir héldu áfram að stjórna leiknum í öðrum leikhluta og í honum voru Jamal Olasawere og Sigtryggur Arnar fremstir í flokki. Staðan 44-28 fyrir heimamönnum í hálfleik. Valsmenn náðu aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik, Grindavík jók á forskot sitt og Valdas Vasylius hélt áfram að setja niður þriggja stiga skot. Staðan eftir þrjá leikhluta var þannig að Grindavík leiddi með 24 stigum og þurfti því mikið að gerast til að Valur myndi snúa þeirri stöðu við. Fjórði leikhluti var tíðindalítill, Valur náði að lokum að minnka muninn í 16 stig og lokatölur 85-69 fyrir Grindvíkingum.Af hverju vann Grindavík? Þeir spiluðu einfaldlega miklu betur. Þeir tóku af skarið strax í fyrsta leikhluta og héldu forystunni út allan leikinn. Valsmenn réðu illa við Valdas Vasylius og Jamal Olasawere og þá áttu Ingvi Þór og Sigtryggur Arnar góðan leik. Vörn Grindavíkur var til fyrirmyndar og þeir náðu að halda Pavel Ermolinskij stigalausum og sjá til þess að hann gat ekki sett mark sitt á leikinn.Bestu menn vallarins Jamal Olasawere, Valdas Vasylius og Ingvi Þór Guðmundsson. Valur réði ekkert við Jamal og Valdas undirkörfunni og þeir voru einnig frábærir af þriggja stiga línunni, Jamal með 75% nýtingu og Valdas 80%. Ingvi skoraði margar góðar körfur og átti flottar stoðsendingar, stjórnaði leiknum vel.Hvað gerist næst? Grindavík fer með sigrinum upp fyrir Val í töflunni og eru í 9. sæti, Valur dettur niður í 10. sæti og hafa nú tapað fjórum leikjum í röð. Næsti leikur Vals er á heimavelli gegn botnliði Þórs Akureyri, leikur sem Valur verður einfaldlega að vinna. Grindvíkingar fara í heimsókn til ÍR í Breiðholtinu, en það er erfiður útivöllur. Sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir Grindavík að vinna ef þeir ætla sér að komast nær liðunum fyrir ofan þá og blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Daníel: Æfum okkur á hverjum degi til að verða betri Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sína menn í kvöld. Aðspurður segir hann þetta hafa verið besta leik liðs síns á tímabilinu: ,,Þetta var sé besti, klárlega. Þessar 40 mínútur voru eiginlega flestar nokkuð góðar. Þetta var rosalega súrt tap í framlengingu í síðustu umferð og strákarnir hittust aðeins um síðustu helgi og sögðu bara áfram gakk, við vitum alveg í hverju við þurfum að vinna dagsdaglega á æfingum bæði í vörn og sókn og þegar það kemur heim og saman og krafturinn og gleðin með eru okkur allir vegir færir.‘‘ Pavel Ermolinskij sem er af flestum talinn lykilleikmaður Vals náði ekki að skora í leiknum. ,,Maður vill bara ekki láta Pavel sjá körfuboltagólfið og reyna að láta hann hafa sem minnst boltann í höndunum því hann er einstakur leikmaður. Við reyndum að fá boltann úr höndunum á honum sem oftast og gera þetta erfitt fyrir hann því við vitum að hann er heilinn í þessu liði. Hann hefur verið í landsliðinu í mörg ár og við vitum alveg hvað hann getur, þannig við reyndum að taka hann aðeins úr umferð og reyna að riðla þeirra sóknarleik.‘‘ Daníel telur að liðið sitt eigi fulla möguleika á að gera góða hluti í vetur: ,,Okkur finnst það. Það er ekki nóg að þykja það, við þurfum að sýna það líka og framkvæma þessa hluti sem við erum að æfa dagsdaglega. Það kom ekki alveg heim og saman í síðasta leik með sóknarleikinn, en varnarleikurinn var þokkalegur. Varnarleikurinn var góður í dag og sóknarleikurinn í takti við það líka, þannig þegar þetta kemur heim og saman líður okkur vel og finnst gaman að spila körfubolta. Við æfum okkur á hverjum degi til að verða betri, það er ekki spurning að það sé markmiðið að gera eins vel og við getum.‘‘Gústi: Mættum ótrúlega illa stemmdir til leiks Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð í deildinni. ,,Við erum bara að horfa á einn leik í einu og þessi leikur var bara afleiddur af okkar hálfu. Við mættum bara ótrúlega illa stemmdir í leikinn og ég hef enga skýringu á því. Það sló okkur kannski pínu útaf laginu að stóru strákarnir þeirra fara að hitta þriggja stiga sem þeir hafa ekki verið að gera í vetur. Mér finnst það samt léleg afsökun, við eigum að geta spilað betur en við vorum að gera í kvöld.‘‘ Eins og áður sagði var Pavel Ermolinskij án stiga í kvöld. Gústi segir ekki hægt að einblína á einn leikmann: ,,Við vinnum sem lið og töpum sem lið, við vorum bara lélegir sem lið í kvöld. Það er erfitt að taka út að einn hafi verið lélegri en annar, við vorum bara lélegir sem lið, það var Valur sem tapaði þessum leik.‘‘ ,,Við þurfum bara að horfa fram á veginn, við eigum fjóra mikilvæga leiki fram að jólum og næst er það heimaleikur á móti Þór sem við þurfum að mæta vel gíraðir í og undirbúa okkur vel fyrir og reyna að finna lausnir á þessu af hverju við erum að lenda undir og bæta okkur í því. Við þurfum að bæta okkur hratt‘‘ segir Gústi að lokum. Dominos-deild karla
Grindavík tók á móti Val í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin í 10. og 9. sæti deildarinnar og leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, Valur hafði tapað þremur leikjum í röð og heimamenn í Grindavík tveimur. Lokatölur urðu sannfærandi sigur heimaliðsins, 85-69. Grindvíkingar náðu yfirhöndinni snemma í fyrsta leikhlutanum eftir að Valur hafði komist yfir í 9-8. Valdas Vasylius setti niður þrjú þriggja stiga skot með stuttu millibili og staðan skyndilega orðin 21-13 fyrir Grindavík. Grindvíkingar leiddu að loknum fyrsta leikhluta 25-14. Þeir héldu áfram að stjórna leiknum í öðrum leikhluta og í honum voru Jamal Olasawere og Sigtryggur Arnar fremstir í flokki. Staðan 44-28 fyrir heimamönnum í hálfleik. Valsmenn náðu aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik, Grindavík jók á forskot sitt og Valdas Vasylius hélt áfram að setja niður þriggja stiga skot. Staðan eftir þrjá leikhluta var þannig að Grindavík leiddi með 24 stigum og þurfti því mikið að gerast til að Valur myndi snúa þeirri stöðu við. Fjórði leikhluti var tíðindalítill, Valur náði að lokum að minnka muninn í 16 stig og lokatölur 85-69 fyrir Grindvíkingum.Af hverju vann Grindavík? Þeir spiluðu einfaldlega miklu betur. Þeir tóku af skarið strax í fyrsta leikhluta og héldu forystunni út allan leikinn. Valsmenn réðu illa við Valdas Vasylius og Jamal Olasawere og þá áttu Ingvi Þór og Sigtryggur Arnar góðan leik. Vörn Grindavíkur var til fyrirmyndar og þeir náðu að halda Pavel Ermolinskij stigalausum og sjá til þess að hann gat ekki sett mark sitt á leikinn.Bestu menn vallarins Jamal Olasawere, Valdas Vasylius og Ingvi Þór Guðmundsson. Valur réði ekkert við Jamal og Valdas undirkörfunni og þeir voru einnig frábærir af þriggja stiga línunni, Jamal með 75% nýtingu og Valdas 80%. Ingvi skoraði margar góðar körfur og átti flottar stoðsendingar, stjórnaði leiknum vel.Hvað gerist næst? Grindavík fer með sigrinum upp fyrir Val í töflunni og eru í 9. sæti, Valur dettur niður í 10. sæti og hafa nú tapað fjórum leikjum í röð. Næsti leikur Vals er á heimavelli gegn botnliði Þórs Akureyri, leikur sem Valur verður einfaldlega að vinna. Grindvíkingar fara í heimsókn til ÍR í Breiðholtinu, en það er erfiður útivöllur. Sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir Grindavík að vinna ef þeir ætla sér að komast nær liðunum fyrir ofan þá og blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Daníel: Æfum okkur á hverjum degi til að verða betri Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sína menn í kvöld. Aðspurður segir hann þetta hafa verið besta leik liðs síns á tímabilinu: ,,Þetta var sé besti, klárlega. Þessar 40 mínútur voru eiginlega flestar nokkuð góðar. Þetta var rosalega súrt tap í framlengingu í síðustu umferð og strákarnir hittust aðeins um síðustu helgi og sögðu bara áfram gakk, við vitum alveg í hverju við þurfum að vinna dagsdaglega á æfingum bæði í vörn og sókn og þegar það kemur heim og saman og krafturinn og gleðin með eru okkur allir vegir færir.‘‘ Pavel Ermolinskij sem er af flestum talinn lykilleikmaður Vals náði ekki að skora í leiknum. ,,Maður vill bara ekki láta Pavel sjá körfuboltagólfið og reyna að láta hann hafa sem minnst boltann í höndunum því hann er einstakur leikmaður. Við reyndum að fá boltann úr höndunum á honum sem oftast og gera þetta erfitt fyrir hann því við vitum að hann er heilinn í þessu liði. Hann hefur verið í landsliðinu í mörg ár og við vitum alveg hvað hann getur, þannig við reyndum að taka hann aðeins úr umferð og reyna að riðla þeirra sóknarleik.‘‘ Daníel telur að liðið sitt eigi fulla möguleika á að gera góða hluti í vetur: ,,Okkur finnst það. Það er ekki nóg að þykja það, við þurfum að sýna það líka og framkvæma þessa hluti sem við erum að æfa dagsdaglega. Það kom ekki alveg heim og saman í síðasta leik með sóknarleikinn, en varnarleikurinn var þokkalegur. Varnarleikurinn var góður í dag og sóknarleikurinn í takti við það líka, þannig þegar þetta kemur heim og saman líður okkur vel og finnst gaman að spila körfubolta. Við æfum okkur á hverjum degi til að verða betri, það er ekki spurning að það sé markmiðið að gera eins vel og við getum.‘‘Gústi: Mættum ótrúlega illa stemmdir til leiks Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð í deildinni. ,,Við erum bara að horfa á einn leik í einu og þessi leikur var bara afleiddur af okkar hálfu. Við mættum bara ótrúlega illa stemmdir í leikinn og ég hef enga skýringu á því. Það sló okkur kannski pínu útaf laginu að stóru strákarnir þeirra fara að hitta þriggja stiga sem þeir hafa ekki verið að gera í vetur. Mér finnst það samt léleg afsökun, við eigum að geta spilað betur en við vorum að gera í kvöld.‘‘ Eins og áður sagði var Pavel Ermolinskij án stiga í kvöld. Gústi segir ekki hægt að einblína á einn leikmann: ,,Við vinnum sem lið og töpum sem lið, við vorum bara lélegir sem lið í kvöld. Það er erfitt að taka út að einn hafi verið lélegri en annar, við vorum bara lélegir sem lið, það var Valur sem tapaði þessum leik.‘‘ ,,Við þurfum bara að horfa fram á veginn, við eigum fjóra mikilvæga leiki fram að jólum og næst er það heimaleikur á móti Þór sem við þurfum að mæta vel gíraðir í og undirbúa okkur vel fyrir og reyna að finna lausnir á þessu af hverju við erum að lenda undir og bæta okkur í því. Við þurfum að bæta okkur hratt‘‘ segir Gústi að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum