„Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar á lokuðu svæði. Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Arngrímur Brynjólfsson er 67 ára gamall skipstjóri namibíska frystitogarans Heinaste. Angrímur gisti fangaklefa eina nótt og var leiddur fyrir dómara í gær vegna ásakana um ólöglegar veiðar á lokuðu svæði við Namibíu. Var hann krafinn um að afhenda vegabréf sitt svo hann yfirgefi ekki Namibíu á meðan rannsókn stendur. Verjandi Arngríms krafðist þess að Arngrímur fengi vegabréf sitt svo hann geti farið til Íslands til að sinna veikum fjölskyldumeðlimi. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Heinaste er í eigu namibíska félagsins Esju Fishing sem Samherji á hlut í. „Ég vil kannski byrja á því að taka fram að Arngrímur er ekki starfsmaður Samherja í þessu verkefni. En vissulega er þetta gamall félagi sem ég þekki til margra ára. Það hefur verið vel haldið utan um hann af fólki hér á landi og hann fær alla aðstoð sem hann þarf úti. Ég hef ekki talað við Arngrím sjálfan og reikna með að geyma það þar til hann kemur heim,“ segir Björgólfur. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar á lokuðu svæði. Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Arngrímur Brynjólfsson er 67 ára gamall skipstjóri namibíska frystitogarans Heinaste. Angrímur gisti fangaklefa eina nótt og var leiddur fyrir dómara í gær vegna ásakana um ólöglegar veiðar á lokuðu svæði við Namibíu. Var hann krafinn um að afhenda vegabréf sitt svo hann yfirgefi ekki Namibíu á meðan rannsókn stendur. Verjandi Arngríms krafðist þess að Arngrímur fengi vegabréf sitt svo hann geti farið til Íslands til að sinna veikum fjölskyldumeðlimi. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Heinaste er í eigu namibíska félagsins Esju Fishing sem Samherji á hlut í. „Ég vil kannski byrja á því að taka fram að Arngrímur er ekki starfsmaður Samherja í þessu verkefni. En vissulega er þetta gamall félagi sem ég þekki til margra ára. Það hefur verið vel haldið utan um hann af fólki hér á landi og hann fær alla aðstoð sem hann þarf úti. Ég hef ekki talað við Arngrím sjálfan og reikna með að geyma það þar til hann kemur heim,“ segir Björgólfur. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40